Fréttir
-
Leikir tímabilsins
-
Leikmenn
-
Stjórn
-
Saga og tölfræði
-
Höllin
-
Lagið
-
Myndir
-
Myndbönd
-
Tenglar
Veldu leiktímabil
2016-17
2015-16
2014-15
2013-14
2012-13
2011-12
2010-11
2009-10
2008-09
2007-08
2006-07
-
Úrvalsdeild karla
-
Senda skilaboð
-
Vefur KA
-
Vefur Þór
-
Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri
28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri
22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan
Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U
35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR
34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan
Fréttir
Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar!
Við bjóðum Jovan Kukobat velkominn til Akureyrar
10. júlí 2012 - Akureyri handboltafélag skrifar
Serbneskur markvörður til liðs við Akureyri
Akureyri Handboltafélag og serbneski markvörðurinn Jovan Kukobat hafa undirritað tveggja ára samning um að hann leiki með félaginu. Jovan Kukobat kom til Akureyrar til reynslu í nokkra daga í júní og sýndi þar að hann kann ýmislegt fyrir sér á milli stanganna. Það kom brátt í ljós að það var gagnkvæmur áhugi beggja aðila á samstarfi og nú hefur flestum hindrunum verið rutt úr vegi og kemur Jovan alkominn til Akureyrar í byrjun ágúst til æfinga.
Jovan Kukobat er 25 ára og einn besti markvörður Serbíu og hefur, þrátt fyrir ungan aldur, verið fyrirliði liðs síns Jugovića undanfarin ár. Nú í sumar lék hann t.d. með serbneska stúdentalandsliðinu sem hafnaði í 3. sæti á heimsleikum stúdenta þar sem Kukobat var hetja liðsins en Serbar unnu Japani í vítakeppni í bronsleiknum.
Jovan Kukobat
Við rákumst á frétt um Íslandsför Jovan Kukobat á serbneskri vefsíðu þar sem jafnframt er viðtal við hann. Þar lýsir hann mikilli ánægju með heimsóknina fyrr í sumar og kveðst fullkomlega sáttur við allar aðstæður sem hann kynntist og hlakkar til að mæta til leiks í ágúst. Ekki spillti fyrir að hér hitti hann fyrir samlanda sinn, meistara Peter sem sér um búningamál Akureyrar.
Það er mikil ánægja í herbúðum Akureyrar með að samningar hafa tekist og nú bíða þjálfarar, leikmenn og allir aðstandendur liðsins spenntir eftir að æfingar hefjist af fullum krafti í ágúst en leikmenn eiga frí frá skipulögðum æfingum í júlí eftir að hafa æft af miklum krafti í júní.
Fyrir þá sem vilja spreyta sig á serbneskunni þá fer hér á eftir serbneska fréttin sem vitnað var í hér að framan.
Kukobat: Odlazak na Island je napredak u mojoj karijeri
RK Jugović, transferi – Sada već bivši kapiten Jugovića Jovan Kukobat vratio se sa Islanda, gde je proveo nekoliko dana i potpisao dvogodišnji ugovor sa tamošnjim klubom Akurejrijem. Po povratku u Kać, izneo je svoje utiske o novom klubu i novoj sredini.
- Akurejri je malo mesto sa oko 17.000 stanovnika i nalazi se na oko 400 kilometara od Rejkjavika. Radi se o ekipi koja je bila prvak, a prošle sezone zauzela je treće mesto, jer je kuburila sa povredama. Naredne sezone imaju visoke ambicije da se vrate na tron i da osvoje nacionalni Kup. Zanimljivo je da njihova liga ima osam klubova i igraju trokružno, a u fajnal foru igra se na tri dobijene utakmice – kaže Kukobat za Dnevnik.
On je već upoznao i nove saigrače.
- Što se tiče same ekipe, uglavnom su tu igrači moje generacije, sa tri-četiri malo iskusnija. Trener i njegov pomoćnik ujedno i igraju. Klub ima dve dvorane i teretanu, tako da su sjajni uslovi za bavljenje rukometom i nema sumnje da će to biti korak napred u mojoj karijeri. U potpunosti sam zadovoljan, kako ljudima, tako i mestom, a posebno me raduje to što ću imati s kim da prozborim i koju reč i na srpskom. Naime, ekonom u rukometnom i fudbalskom klubu je Petar, čovek sa naših prostora, koji je tamo više od decenije – naglasio je Kukobat.
On se na Island vraća početkom avgusta, kada će njegova nova ekipa početi pripreme za sledeću sezonu.
Og hér er hægt að
skoða serbnesku fréttina á vefnum
.
Og
enn meira á serbnesku
(allavega fyrir Peter). Svo er hægt að prófa að nota Google translate fyrir þá sem ekki erum með tungumálið á hreinu.
Fletta milli frétta
Til baka
Senda á Facebook
Umsjón og hönnun:
Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson