Sverre leggur Brynjari lífsreglurnar
| | 5. september 2014 - Akureyri handboltafélag skrifarFyrri leikdegi á Opna Norðlenska lokið - myndirAkureyri - Hamrarnir Heimaliðin mættust í fyrsta leik mótsins. Hamrarnir tefldu fram öflugu liði, m.a. var Hreinn Þór Hauksson í Hamraliðinu ásamt ýmsum sem eru í æfingahópi Akureyrar. Akureyri leiddi í hálfleik 18-12 og unnu síðan sannfærandi 38-25. Hreinn Hauksson og Valdimar Þengilsson verjast Brynjari Hólm og Þrándi Elías Már Halldórsson var markahæstur Akureyrarliðsins með 7 mörk, Heiðar Þór Aðalsteinsson og Sigþór Árni Heimisson með 6 mörk, Jón Heiðar Sigurðsson 5, Andri Snær Stefánsson og Ingimundur Ingimundarson 3 mörk hvor, Brynjar Hólm Grétarsson, Kristján Orri Jóhannsson og Þrándur Gíslason 2 mörk hver, Daníel Einarsson og Friðrik Svavarsson 1 mark hvor.
Hjá Hömrunum var Kristján Sigurbjörnsson með 6 mörk, Birkir Guðlaugsson 5, Valdimar Þengilsson 3, Almar, Aron og Halldór Logi Árnason 2 mörk hver, Aðalsteinn Halldórsson, Arnór Þorsteinsson, Ágúst, Hreinn Hauksson og Róbert Sigurðsson 1 mark hver.
Fram - ÍR Seinni leikur dagsins var á milli Fram og ÍR. ÍR-ingar mættu hálf vængbrotnir til leiks, Bjarni Fritzson er veikur, Björgvin Hólmgeirsson í axlarvandræðum og Jón Heiðar Gunnarsson meiddur. Enda fór það svo að Fram náði fljótt góðu forskoti, leiddi í hálfleik 15-8 og vann að lokum ellefu marka sigur, 34-23. Fulltrúi Fram, Haraldur Þorvarðarson og ÍR-ingarnir Kristinn Björgúlfsson og Einar Hólmgeirsson mættir á staðinn Markahæstur Framara var Garðar Sigurjónsson með 6 mörk, Ólafur Ægir 5, Ragnar Þór, Stefán Baldvin og Þorri Björnsson 4 mörk hver, Ólafur Magnússon og Sigurður Örn 3 mörk hvor, Stefán Darri 2, Arnar Freyr Ársælsson, Arnar Freyr Arnarsson og Elías Bóasson 1 mark hver.
Hjá ÍR var Arnar Birkir Hálfdánsson atkvæðamestur með 9 mörk, Sturla Ásgeirsson 7, Davíð Georgsson 4, Ingi Róbertsson 2 og Brynjar Jökull Guðmundsson 1.
Jón Óskar Ísleifsson sendi okkur nokkrar myndir frá deginum sem fylgja hér með. Líf og fjör á vellinum
Elías Már í vörninni en hann fór mikinn í markaskoruninni
Arnar átti prýðisleik í marki Hamranna
Tomas Olavsson varði mark Akureyrar lengst af leiksins
Sverre gefur Brynjari góð ráð
Valþór Guðrúnarson verður að fylgjast með úr stúkunni næstu mánuðina
Það lá vel á fólki í stúkunni
Sölvi Snær Andrason fylgdist með leik Akureyrar og Hamranna
Og einnig leik Fram og ÍR
|