Fréttir    	
	                     
		
			5. apríl 2015 - Akureyri handboltafélag skrifarIngimundur: Kjafturinn á KA mönnum kveikti í mér Eins og kunnugt er þá mætast Akureyri og ÍR í 8-liða úrslitum Íslandsmótsins í næstu viku. Sama staða var uppi fyrir tíu árum síðan en árið 2005 mættust KA og ÍR í átta liða úrslitunum. Fyrri leikurinn fór fram á heimavelli ÍR og lauk með þriggja marka sigri ÍR 29-26. ÍR gat fyrst og fremst þakkað Ingimundi Ingimundarsyni sigurinn en hann skoraði ellefu mörk í leiknum.Landsliðsmaðurinn Ingimundur Ingimundarson stal senunni í fyrstu rimmu ÍR og KA í átta liða úrslitum DHL-deildar karla í handknattleik. Þrátt fyrir að leika meiddur fór Ingimundur á kostum í leiknum og skoraði ellefu glæsileg mörk. Kjafturinn á KA-mönnum kveikti í mér Leikur ÍR og KA í Austurbergi á þriðjudag var barátta frá upphafi til enda en það er óhætt að segja að ÍR-ingar hefðu seint farið með sigur af hólmi í leiknum ef Ingimundur Ingimundarson hefði ekki lagt sitt af mörkum með ellefu fallegum mörkum. Frammistaða Ingimundar vakti verðskuldaða athygli viðstaddra enda er hnéð á kappanum ekki upp á sitt besta þar sem hann er meðal annars með skaddaðan liðþófa og þarf að fara í speglun. Ingimundur bítur engu að síður á jaxlinn og ætlar að gefa allt sem hann á til enda mótsins.Óli bjargaði okkur 
Helvíti brattir 10 hlutir sem þú vissir ekki um Ingimund Á dögunum birtist smá grein um Ingimund í N4 dagskránni þar sem fram koma nokkrar staðreyndir sem flestir vita væntanlega ekki um kappann.Heitir fullu nafni Ingimundur Kristján Ingimundarson, kallaður Diddi. „Erum þrír Ingimundar og þar sem afi er kallaður Ingimundur og pabbi Ingi þá ákvað ég ungur að aldri að ég yrði kallaður Diddi.“ Hafði aldrei hugmynd um að hann væri snarlitblindur fyrr en hann fór í sjónpróf fyrir bílprófið, 17 ára. Prófaði CandyCrush í fyrsta skiptið á ævinni núna í vetur, gengur bara sæmilega þrátt fyrir litblinduna. Byrjaði að æfa handbolta 6-7 ára með Þrótti Reykjavík. Er með svo stórt höfuð að það tók hann rúmlega ár að finna reiðhjólahjálm sem komst á hausinn á honum. Næst er að finna snjóbrettahjálm. Var mjög virkur körfuboltamynda safnari sem krakki/unglingur. „Hélt ég yrði ríkur af því einn daginn. Hefur reyndar ekki enn skilað sér.“ Er harður stuðningsmaður Newcastle Utd í enska boltanum. Átti það til að stinga af úr leikskólanum þar sem hann gat opnað hliðið, enda afbrigðilega hávaxinn krakki. Þá lá leiðin í næstu götu til ömmu að fá mjólk og kleinu. Hefur afrekað það að tábrotna í borðtennis. Var stöðvaður af Rannsóknarlögrelunni á bílaplani í Breiðholti þar sem hann var að keyra bíl inní snjóskafla. „Löggan átti upphaflega ekkert erindi við mig, var að skoða eitthvað allt annað mál og var á ómerktum bíl, en ákvað að kanna málið þar sem þeim fannst ökumaðurinn helst til of unglegur – enda var ég 14 ára.“       Fletta milli frétta     Til baka