Fréttir
Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar!
597 dagar liðu á milli sjónvarpsleikja Akureyrar27. október 2015 - Akureyri handboltafélag skrifarLeikur Vals og Akureyrar sýndur á RÚV! Laugardaginn 31. október mætir Akureyri toppliði Vals á Hlíðarenda. RÚV (Ríkissjónvarpið) hefur nú gefið út að þeir munu sýna leikinn í beinni útsendingu sem er frábært enda flestir stuðningsmenn Akureyrar staðsettir á Akureyri og hafa því ekki tök á að mæta á leikinn. Virkilega ánægjulegar fréttir en Akureyri hefur ekki beint fengið marga sjónvarpsleiki undanfarin ár en þetta verður fyrsti sjónvarpsleikur félagsins síðan 13. mars 2014 þegar liðið mætti Fram. Við hvetjum ykkur því til að fylgjast grannt með gangi mála í sjónvarpinu á laugardaginn og sýna að Akureyri tryggi áhorf þegar leikir félagsins eru sýndir í sjónvarpinu. Fletta milli frétta Til baka Senda á Facebook