Fréttir
Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar!
Akureyri þarf að fara í gegnum Stjörnuna til að komast áfram í bikarnum1. nóvember 2015 - Akureyri handboltafélag skrifarAkureyri fékk útileik gegn Stjörnunni í bikarnum Í gær var dregið í 16 liða úrslit í Coca-Cola bikarnum og fékk Akureyri útileik gegn Stjörnunni. Stjarnan er með fullt hús stiga á toppi 1. deildarinnar og má því búast við hörkuleik gegn Garðbæingum. Stefnt er að leikir umferðarinnar fari fram dagana 29. og 30. nóvember. Af þessum 8 viðureignum eru 3 milli úrvalsdeildarliða og því ljóst að sterkir kandídatar munu ekki komast áfram í næstu umferð en svona lítur 16-liða úrslitin út: Fjölnir - Selfoss Grótta - FH ÍBV 2 - Valur HK - ÍBV Afturelding - Víkingur Stjarnan - Akureyri Þróttur Vogum - Fram Haukar - ÍR Fletta milli frétta Til baka Senda á Facebook