Fréttir
Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar!
Valsmenn eru með feikisterkt lið31. október 2015 - Akureyri handboltafélag skrifarLeikur dagsins: Sjónvarpsleikur gegn Val Akureyri sækir topplið Vals heim í dag í Vodafone Höllinni að Hlíðarenda klukkan 16:00. Leikurinn verður sýndur beint á RÚV og hvetjum við alla sem ekki komast á leikinn til að fylgjast með gangi mála í sjónvarpinu enda ekki á hverjum degi sem Akureyri fær sjónvarpsleik. Einhverjir orðrómar hafa verið uppi um að Ólafur Stefánsson muni leika með Val í dag en hann átti félagaskipti í gær og er því löglegur með liði Vals. Hvort hann komi beint inn í leikmannahópinn og leiki í dag er spurning en vissulega óvæntar fregnir enda er lið Vals á toppi deildarinnar og er ógnarsterkt fyrir. Bæði lið þurfa á sigri að halda, Akureyri vill að sjálfsögðu halda áfram að hala inn stigum eftir erfiða byrjun á meðan Valsarar vilja að sjálfsögðu halda sigurgöngu sinni áfram á toppnum. Ekki missa af þessum leik, áfram Akureyri! Fletta milli frétta Til baka Senda á Facebook