Fréttir
Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar!
Hreiðar á 146 landsleiki en nær vonandi að bæta við leikjum í Noregi2. nóvember 2015 - Akureyri handboltafélag skrifarHreiðar á landsliðsæfingum, æfingamót í Noregi Íslenska landsliðið í handbolta hóf í dag æfingar fyrir Gulldeildina sem er sterkt æfingamót sem fer fram í Noregi næstu dagana. Markvörðurinn okkar hann Hreiðar Levý Guðmundsson er í hópnum og óskum við honum að sjálfsögðu góðs gengis. RÚV sýnir leiki Íslands á mótinu en auk Íslands leika þar Danmörk, Frakkland og Noregur. Svona er leikjaplan Íslands: Fim. 5. nóv. 2015 kl. 18:45 Ísland - Noregur (RÚV 2) Lau. 7. nóv. 2015 kl. 14:45 Ísland - Frakkland (RÚV) Sun. 8. nóv. 2015 kl. 19:30 Ísland - Danmörk (RÚV 2) Hreiðar hefur verið magnaður það sem af er tímabili og hefur meðal annars verið valinn maður leiksins í liði Akureyrar alls fimm sinnum. Hann var einmitt valinn besti maður liðsins í síðasta leik en hann varði meðal annars tvö víti frá Ólafi Stefánssyni í leiknum og má sjá vörslurnar hér fyrir neðan:VIDEO Fletta milli frétta Til baka Senda á Facebook