Patrekur var markahæstur í dag
| | 14. nóvember 2015 - Akureyri handboltafélag skrifar2. flokkur: Góður sigur Akureyrar-1 á HaukumÍ dag var leikið var í 1. deild hjá strákunum í 2. flokki, þegar Haukar komu í heimsókn norður yfir heiðar. Heimamenn tóku hraustlega á móti gestunum og leiddu með fimm mörkum í hálfleik, 16-11. Yfirburðir Akureyrarliðsins héldu áfram í seinni hálfleik og eftir tíu mínútna leik var munurinn kominn í tíu mörk, 24-14 og seinna 26-16.
Strákarnir slökuðu dálítið á í framhaldinu, Haukarnir gegnu á lagið og minnkuðu muninn jafnt og þétt og varð munurinn minnstur fjögur mörk. En með góðum endaspretti juku þeir muninn á ný og niðurstaðan var öruggur sex marka sigur, 30-24 og fyrstu stigin komin í hús hjá strákunum.
Mörk Akureyrar: Patrekur Stefánsson 7, Arnþór Finnsson 5, Hafþór Vignisson 5, Vignir Jóhannsson 5, Sigþór Jónsson 3, Birkir Guðlaugsson 2, Daði Jónsson 2, Jóhann Einarsson 1 mark.
Mörk Hauka: Brimir Björnsson 5, Leonharð Harðarson 5, Einar Valdimarsson 4, Davíð Reynisson 3, Hjörleifur Sumarliðason 3, Hallur Þorsteinsson 2, Darri Aronsson og Orri Þórhallsson 1 mark hvor. |