Fréttir
Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar!
Sissi og Beggi komu við sögu á lokakaflanum27. nóvember 2015 - Akureyri handboltafélag skrifarMyndband frá lokakafla leiks Fram og Akureyrar Það var háspenna og dramatík í lok leiks Fram og Akureyrar í gær þegar Akureyri sneri að því er virtist töpuðum leik í jafntefli á síðustu stundu. Á myndbandinu má sjá stutta frétt RÚV um leikinn svo og hamaganginn í lokin sem er brot af upptöku frá fimmeinn.is. Þar sést hvar Akureyri lendir tveim mörkum undir og í kjölfarið gerðust hlutir sem ollu töluverðu fjaðrafoki. Brotið er á Friðriki í hraðaupphlaupi spurning um rautt í kjölfarið, jöfnunarmarkið í lokin og glæsileg varsla Bergvins sem er augljóslega ekki innan teigs þegar hann ver boltann. En sjón er sögu ríkari.VIDEO Fletta milli frétta Til baka Senda á Facebook