Fréttir
Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar!
Sverre var skiljanlega ekki sáttur með leikinn1. desember 2015 - Akureyri handboltafélag skrifarViðtöl eftir bikarleikinn gegn Stjörnunni Þeir voru nú ekki margir fjölmiðlamennirnir sem mættu á leik Stjörnunnar og Akureyrar í 16-liða úrslitum Coca-Cola bikarsins í gær. Vísir bauð upp á beina textalýsingu frá leiknum og tók svo þjálfarana tali að leik loknum. En við byrjum á stuttri umfjöllun RÚV um leikinn.VIDEO Ingvi Þór Sæmundsson var á leiknum fyrir Vísi og hér eru viðtöl hans við þjálfarana:Sverre: Vorum ekki við í kvöld Sverre Jakobsson, þjálfari Akureyrar, var ekki sáttur með frammistöðu sinna manna gegn Stjörnunni í kvöld. Norðanmenn töpuðu leiknum 26-23 og eru úr leik í Coca-Cola bikarnum. "Þeir voru hungraðri og höfðu miklu meiri vilja til að gera eitthvað í þessum leik. Það sást strax í fyrri hálfleik og þess vegna voru þeir með fimm marka forskot í hálfleik," sagði Sverre. "Við náðum okkur ekki almennilega á strik. Við fengum tækifæri í seinni hálfleik til að jafna en klúðruðum því. Möguleikarnir voru til staðar." Einu marki munaði á liðunum undir lok fyrri hálfleik, 12-11, en þá komu fjögur Stjörnumörk í röð og Garðbæingar leiddu því að fimm mörkum í hálfleik, 16-11. Þessi kafli reyndist Akureyringum dýrkeyptur þegar uppi var staðið. "Þeir voru flottir og spiluðu vel, nýttu sína möguleika og bjuggu til stemmningu. "Við vorum ekki nógu tilbúnir í byrjun, eins og við höfum verið í flestum leikjum í vetur," sagði Sverre sem hefði viljað sjá fleiri leikmenn draga vagninn í sóknarleiknum í kvöld en Kristján Orri Jóhannsson, Bergvin Þór Gíslason og Hörður Másson skoruðu 20 af 23 mörkum Akureyrar í kvöld. "Við náðum ekki að dreifa þessu nógu vel og náðum ekki að búa til "ryþma" í sóknarleiknum. Við vorum heldur ekki nógu ákveðnir í vörninni. "Við vorum ekki við í kvöld," sagði Sverre að endingu.Einar: Vörnin var frábær Einar Jónsson, þjálfari Stjörnunnar, var eðlilega kátur eftir þriggja marka sigur Garðbæinga, 26-23, á Akureyri í 16-liða úrslitum Coca-Cola bikarins í kvöld. "Svona er þetta stundum, þetta datt með okkur í dag," sagði Einar eftir leik. "Þetta var jafnt en við leiddum meirihlutann af leiknum og héldum út. Við rúlluðum vel á liðinu og það voru allir sem skiluðu einhverju. Ég er ánægður og stoltur að hafa náð að klára þetta." Stjörnumenn, sem sitja á toppnum í 1. deildinni, leiddu með fimm mörkum í hálfleik, 16-11, og voru í góðri stöðu lengi framan af seinni hálfleiknum. Um miðbik hans kom slæmur kafli hjá Garðbæingum og Akureyringar náðu tvívegis að minnka muninn í eitt mark. Þeim tókst þó ekki að jafna þrátt fyrir mörg tækifæri. En skipti það máli að mati Einars? "Jú, kannski. Við hikstuðum smá á þessum kafla en héldum haus og sigldum þessu heim. "Sjálfsagt skipti það máli að þeir náðu ekki að jafna," sagði Einar sem var ánægður með hversu vel markaskorið dreifðist hjá Stjörnunni en níu leikmenn liðsins skoruðu í leiknum en aðeins fimm hjá Akureyri. "Við höfum notað marga leikmenn í vetur og flestir eru með stórt hlutverk í liðinu. Vörnin hjá okkur var frábær í fyrri hálfleik, og eiginlega allan leikinn, og Einar (Ólafur Vilmundarson) var góður fyrir aftan. "Við erum bara þannig lið að við erum ekki með neinar stórstjörnur en við erum með flotta liðsheild," sagði Einar að lokum. Fletta milli frétta Til baka Senda á Facebook