Warning: Undefined variable $udleiks in /web/akhandadmin/public_html/index.php on line 16
Bikardraumnum lokið, tap í Garðabænum - Akureyri Handboltafélag
  Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri 28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri 22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan

Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U 35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR 34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan




    Fréttir                       Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar! 

Fínn leikur hjá Begga dugði ekki og Akureyri er dottið útúr bikarnum



30. nóvember 2015 - Akureyri handboltafélag skrifar

Bikardraumnum lokið, tap í Garðabænum

Akureyri sótti Stjörnuna heim í Garðabæinn í kvöld í 16-liða úrslitum Coca-Cola bikarsins. Stjarnan sem er á toppi 1. deildar og hefur verið að leika afar vel það sem af er tímabili. Fyrirfram var því búist við hörkuleik þrátt fyrir að liðin léku ekki í sömu deild.

Smelltu hér til að sjá stutt myndband frá leiknum.

Leikurinn var stál í stál á upphafsmínútunum og var strax ljóst að heimamenn voru með lið sem þurfti að taka alvarlega. Staðan var jöfn 7-7 þegar hálfleikurinn var hálfnaður en þá fór sóknarleikur okkar manna að hiksta all verulega á meðan Stjörnumenn héldu áfram að leika sinn bolta og refsa fyrir öll mistök Akureyrar í sókninni.

Magnaður lokakafli heimamanna í fyrri hálfleik sá til þess að staðan var hvorki meira né minna en 16-11 í hléinu og ljóst að okkar lið var í miklum vandræðum. Þetta kveikti svo sannarlega í áhorfendum og var fínasta stemning í Mýrinni.

Stjörnumenn skoruðu svo fyrsta mark síðari hálfleiks og munurinn orðinn 6 mörk, en þá kviknaði líf og skoraði Kristján Orri næstu fjögur mörk leiksins og munurinn orðinn tvö mörk að nýju. Á þessum stutta kafla var vörnin að halda betur og menn náðu að refsa með hraðaupphlaupum.

En aftur gáfu heimamenn í og náðu forskotinu aftur upp í fimm mörk, 20-15, og 20 mínútur eftir af leiknum. En það var klárt að menn höfðu farið ágætlega yfir hlutina í hálfleiknum því aftur gerðu okkar menn áhlaup og minnkuðu muninn niður í eitt mark og enn rúmar 10 mínútur til leiksloka.

Töluvert stress greip um sig í leik heimamanna og fékk Akureyri ótal tækifæri á að jafna metin en aldrei tókst það og þegar Stjarnan loksins skoraði var ljóst að tækifærið var farið. Lokatölur 26-23 og bikardraumurinn úti að sinni, slök frammistaða og mikil vonbrigði en Stjörnumenn áttu einfaldlega skilið að fara áfram hér í kvöld.

Akureyri hefur verið að leika betur og betur í undanförnum leikjum eftir erfiða byrjun á tímabilinu. Því miður var leikurinn í kvöld mikil afturför, ég ætla ekki að taka neitt frá Stjörnunni sem lék vel en að Akureyri hafi fengið öll þessi tækifæri á að jafna metin þrátt fyrir spilamennsku liðsins í leiknum segir að Akureyrarliðið sé einfaldlega betra lið.

Bergvin Þór Gíslason var flottur í dag og í fyrri hálfleik mátti halda að hann hafi verið eini leikmaðurinn í sókn liðsins. Beggi endaði á að skora 6 mörk og var að finna fínar opnanir fyrir liðsfélagana. Kristján Orri átti flottan kafla í upphafi síðari hálfleiks og nýtti vítin vel að þessu sinni, endaði með 9 mörk (4 úr vítum) á meðan Hörður Másson skoraði 5 mörk.

Þessir þrír kappar skoruðu samtals 20 mörk af 23 mörkum liðsins og segir það mikið um hve slakan leik liðið átti. Halldór Logi og Friðrik áttu í miklum erfiðleikum með að nýta færin sín á línunni en Dóri sótti þó 3 vítaköst. Heiðar Þór var slakur í dag en hann nýtti færin illa og missti þar að auki nokkra bolta útaf, ekki vanalegt að sjá þetta hjá honum.

Varnarleikurinn var ekki boðlegur lengst af í leiknum, það komu fínir kaflar þar sem menn náðu að loka fínt á sem skilaði unnum boltum og hröðum upphlaupum en bit vantaði mestan hluta leiksins og fengu Stjörnumenn að skjóta á markið óáreittir alltof lengi og góðar skyttur liðsins nýttu sér það vel. Hreiðar Levý átti fína kafla í leiknum en eins og aðrir leikmenn liðsins datt hann niður á köflum.

Bikardraumurinn nær því ekki lengra að þessu sinni en vonandi læra menn af þessum leik, liðið er einfaldlega ekki það öflugt að það megi við því að menn mæti ekki klárir til leiks. Næsti leikur er gegn botnliði Víkings á fimmtudaginn, Víkingar hafa verið að koma sterkir til baka í deildinni og ef okkar lið mætir ekki klárt í slaginn getur farið illa.
Fletta milli frétta Til baka    Senda á Facebook
Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson