Warning: Undefined variable $udleiks in /web/akhandadmin/public_html/index.php on line 16
Baráttuleikur gegn ÍBV á sunnudaginn - Akureyri Handboltafélag
  Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri 28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri 22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan

Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U 35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR 34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan




    Fréttir                       Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar! 

Báðum leikjum liðanna í vetur lauk með jafntefli

18. mars 2016 - Akureyri handboltafélag skrifar

Baráttuleikur gegn ÍBV á sunnudaginn

Eftir leiki gærdagsins fá leikmenn Akureyrar og ÍBV ekki langa hvíld því að liðin mætast á sunnudaginn í KA heimilinu. Það er leikurinn sem var frestað um síðustu helgi vegna óveðurs. Nú eru allar horfur á að veðurguðirnir verði til friðs og er leikurinn settur á klukkan 16:30.

Eyjamenn máttu sætta sig við tap í gær á heimavelli gegn Val og sitja sem stendur í 5. sæti deildarinnar með 24 stig en Akureyri í því 8. með 21 stig en bæði lið eiga þennan leik til góða á keppinauta sína.

Bæði lið eru búin að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni en fyrir liggur hörð barátta um að komast ofar til að tryggja sér vænlegri stöðu í úrslitarimmunum en þar er stutt á milli liðanna í 3. til 8. sætis.

Akureyri og ÍBV hafa mæst tvisvar í vetur og í báðum leikjum var um sannkallaða háspennu að ræða þar sem báðum leikjum lauk með jafntefli! Liðin mættust hér á Akureyri í síðasta leik ársins 2015 þar sem allt ætlaði að ganga af göflunum í lokin en Eyjamenn jöfnuðu þá andartaki fyrir leikslok.

Við getum því gert ráð fyrir að bæði lið leggi allt í sölurnar í þessum leik og það verði háspenna til síðustu stundar.

Fletta milli frétta Til baka    Senda á Facebook
Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson