Warning: Undefined variable $udleiks in /web/akhandadmin/public_html/index.php on line 16
Svakaleg sveifla kostaði Akureyri sigurinn - Akureyri Handboltafélag
  Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri 28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri 22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan

Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U 35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR 34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan




    Fréttir                       Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar! 

Hreiðar og Ingimundur áttu báðir fínan leik í gær



21. mars 2016 - Akureyri handboltafélag skrifar

Svakaleg sveifla kostaði Akureyri sigurinn

Akureyri tók á móti ÍBV í frestuðum leik í KA-Heimilinu í gær. Það var búist við hörkuleik enda höfðu liðin skilið jöfn í báðum leikjum tímabilsins en einnig eru bæði lið í harðri baráttu um sem best sæti í úrslitakeppninni.

Það var ljóst frá fyrstu mínútu að bæði lið ætluðu sér sigurinn og var jafnt á öllum tölum fyrsta fjórðung leiksins. Þá small vörn okkar manna betur og í kjölfarið komu nokkur ódýr mörk úr hröðum sóknum og Akureyri virtist ætla að stinga af.

Gestirnir bitu hinsvegar frá sér og náðu muninum niður í eitt mark áður en annar kafli Akureyrar kláraði fyrri hálfleikinn vel og staðan 14-10 þegar flautað var til hálfleiks.

Mikil stöðubarátta einkenndi svo upphafsmínútur síðari hálfleiksins, Eyjamenn reyndu hvað þeir gátu að minnka muninn á sama tíma og heimamenn reyndu að bæta í.

Þegar 20 mínútur lifðu leiks var útlitið heldur betur gott hjá Akureyri en þá var staðan 19-14 og spilamennska liðsins mjög sannfærandi. ÍBV sem er þekkt fyrir sína framliggjandi vörn hafði ekki náð að stöðva sóknarleik Akureyrar nægilega vel og var í miklum vandræðum með að finna opnanir í sókninni.

En þá kom allt í einu ótrúlegur kafli, sóknarleikur Akureyrar gjörsamlega fraus og missti liðið boltann trekk í trekk. Gestirnir refsuðu með ótal hraðaupphlaupum og á furðufljótum tíma höfðu gestirnir skorað 11 mörk gegn 1 og staðan breyst úr 19-14 yfir í 20-25.

Þrátt fyrir að hafa þarna upplifað einhvern versta kafla sem sést hefur í sögu handboltans á Akureyri þá býr það mikill karakter í Akureyrarliðinu að menn náðu áttum og komu sér aftur inn í leikinn, því miður var tíminn ekki nægur og lokatölur urðu 26-27 og leikmenn ÍBV stigu trylltan dans enda tókst þeim á ótrúlegan hátt að ná sigrinum.

Heiðar Þór Aðalsteinsson og Kristján Orri Jóhannsson áttu báðir fínan leik og skoruðu talsvert úr hornunum tveim. Bergvin Þór Gíslason skoraði einungis eitt mark í leiknum en hann var algjör lykilmaður í Akureyrarliðinu og átti fjölmargar stoðsendingar.

Í vörninni voru Ingimundur Ingimundarson og Róbert Sigurðarson öflugir í þristunum eins og svo oft áður í vetur. Þeir gátu hinsvegar lítið gert við hröðum sóknum gestanna en þegar Akureyrarliðið gat stillt upp í vörn var ákaflega erfitt að finna opnanir á vörninni.

Hreiðar Levý Guðmundsson átti stórfínan leik í markinu en hann kom inn í fyrri hálfleik þar sem Tomas Olason var ekki að finna sig.

Mjög svekkjandi að fá ekkert úr þessum leik enda var Akureyrarliðið betri aðilinn nær allan leikinn, það var einungis þessi stutti kafli sem gjörsamlega fór með leikinn. Enn eru þó tveir leikir eftir og enn er von um betra sæti fyrir úrslitakeppnina. Leikurinn gegn Aftureldingu á miðvikudaginn skiptir sköpum og ljóst að þar verður sigur að nást.
Fletta milli frétta Til baka    Senda á Facebook
Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson