Fréttir
Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar!
Hreiðar varði vel í lokaleik sínum með Akureyri19. apríl 2016 - Akureyri handboltafélag skrifarHaukarnir áfram eftir hörmulega byrjun Akureyrar Akureyri sótti Íslandsmeistara Hauka heim í kvöld í oddaleik um sæti í undanúrslitum úrslitakeppninnar. Því miður þá gekk allt á afturfótunum í upphafi leiks hjá okkar liði, Haukar tóku hreinlega öll völd á vellinum og til marks um það skoruðu þeir fyrstu sjö mörk leiksins. Fyrri hálfleikur var rétt rúmlega hálfnaður þegar Akureyri náði loks að skora og má þakka markvörslu Hreiðars Levý að staðan var ekki enn verri. Mest varð forysta Hauka tíu mörk í hálfleiknum en staðan var 15-6 í leikhléi. Haukarnir héldu áfram í seinni hálfleik og keyrðu hreinlega yfir Akureyrarliðið sem náði sér engan vegin á strik í leiknum, mestur varð munurinn fimmtán mörk en Akureyrarliðið náði góðri rispu undir lokin þegar það skoraði fimm mörk í röð og náði með því aðeins að minnka tjónið. Lokaniðurstaðan ellefu marka tap, 32-21. Haukar eru þar með komnir í fjögurra liða úrslitin en Akureyri komið í frí og farið að huga að undirbúningi næsta tímabils.Mörk Akureyrar: Kristján Orri Jóhannsson 7 (1 úr víti), Sigþór Árni Heimisson 4, Andri Snær Stefánsson 3, Halldór Logi Árnason 2, Róbert Sigurðarson 2, Bergvin Þór Gíslason 1, Friðrik Svavarsson 1 og Hörður Másson 1. Hreiðar Levý Guðmundsson stóð í markinu og varði 16 skot. Fletta milli frétta Til baka Senda á Facebook