Fréttir
Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar!
Andri Snær og Sverre sátu fyrir svörum blaðamanna í gær2. desember 2016 - Akureyri handboltafélag skrifarViðtöl eftir sigur Akureyrar á Selfossi Það var létt yfir Akureyringum eftir leikinn í gærkvöldi enda góð stig komin í hús eftir mikla baráttu. Blaðamenn mbl.is, visir.is og fimmeinn.is ræddu við nokkra þátttakendur í leiknum.Einar Sigtryggsson blaðamaður mbl.is ræddi við Andra Snæ Stefánsson svo og Stefán Árnason þjálfara Selfyssinga:Andri Snær: Igor til bjargar þegar allt virtist ætla í klessu Andri Snær Stefánsson, fyrirliði Akureyringa í handbolta, var í viðtali um daginn og var gorgeir í honum. Þá hafði liðið náð jafntefli gegn FH og var kappinn stóryrtur, sagði þetta bara byrjunina á góðu gengi. Kallinn er búinn að standa við sitt því Akureyringar hafa ekki tapað leik síðan og eru loks komnir úr fallsæti. Akureyringar spiluðu enn einn háspennuleikinn í kvöld þegar Selfoss kom í heimsókn. Vann norðanliðið 25:23 eftir svakalega spennandi lokakafla. Andri Snær var á þönum eftir leik en gaf sig á smáspjall. „Þetta var bara enn einn spennuleikurinn og við höfum verið að klúðra aðeins í jöfnum leikjum. Nú stóðumst við pressuna og Minde [Mindaugas Dumcius] kláraði leikinn með stæl. Það var frábært að fagna sigri hér fyrir framan okkar áhorfendur sem hafa stutt okkur, alveg sama hvað við höfum átt erfitt. Það er líka gaman að sjá nýja leikmenn koma sterka til leiks. Igor [Kopyshynskyi] var flottur í restina og bjargaði okkur þegar allt virtist vera að fara í klessu,“ sagði Stálmúsin.Andri Snær skoraði úr hraðaupphlaupi í leiknum
„Nú er bara bikarleikur gegn FH á mánudaginn og við stefnum á sigur í þeim leik,“ sagði Andri Snær hress í bragði.Stefán Árna: Undir getu allan leikinn Stefán Árnason, þjálfari Selfyssinga, var ekki nógu ánægður með spilamennsku sinna manna í kvöld. Selfyssingar voru í heimsókn á Akureyri og mættu heimamönnum í Olís-deild karla í handbolta. Leikurinn var jafn en Akureyringar voru yfir nánast allan tímann. Selfyssingar hefðu getað komist yfir og unnið en endasprettur þeirra var vondur og Akureyri vann 25:23.Stefán var á heimaslóðum í KA heimilinu í gær
Stefán sagði þetta um leikinn: „Við spiluðum í heildina ekki nógu vel og því fór þetta svona. Við spiluðum undir getu allan leikinn og Akureyringarnir mættu mun grimmari. Þeir spiluðu hörku vörn og við vorum bara full mjúkir. Við vorum að elta allan leikinn en gáfum allt og náðum þeim að lokum. Það var ekki fyrr en í restina sem við fórum að spila alvöruvörn og þegar upp er staðið þá er svekkelsi að hafa ekki klárað leikinn. Við áttum möguleika á að komast yfir og hentum boltanum bara frá okkur. Svo voru fullmörg dauðafæri að klikka hjá okkur. Sóknarleikurinn var nefnilega mjög flottur allan seinni hálfleikinn og við skoruðum fullt af mörkum eða sköðuðum færi. Það var því slæmt að missa boltann svona í lokin.“ Fyrir visir.is var Ólafur Haukur Tómasson á staðnum en hann ræddi við þjálfara liðanna, Sverre Andreas Jakobsson og Stefán Árnason.Sverre: Nú erum við að vinna! „Á skalanum einn til tíu er maður að telja á hundruðum,“ sagði Sverre Jakobsson, þjálfari Akureyrar, þegar hann var spurður út í hve sáttur hann væri með sigur sinna manna á Selfyssingum í kvöld. „Ef þú „Google-ar“ stoltur þjálfari þá sérðu mynd af mér frá því í dag! Þeir eiga svo ótrúlega mikið hrós skilið. Ég er alveg í skýjunum og adrenalínið á fullu svo ég veit nú ekki alveg hvað ég er að segja hérna en ég er ótrúlega stoltur, þetta var þvílíkt liðsafrek,“ sagði Sverre. Baráttuandinn og sterk liðsheild hefur verið stór partur af framförum Akureyrar í vetur og segist Sverre vera hæst ánægður með það sem leikmannahópur hans er að sýna og gera. „Þetta var sannkölluð liðsheild. Þetta er lýsandi fyrir það sem er í gangi í klefanum hjá okkur og þegar maður er með svona pakka þá ertu með eitthvað sérstakt, við höfum það og það sást hér í kvöld,“ sagði Sverre.Sverre tilbúinn að taka leikhlé
Meiðslalisti Akureyrar lengist og lengist en í síðasta leik misstu þeir enn eina skyttuna í meiðsli þegar Karolis Stropus sleit hásin og bætist hann á listann með þeim Brynjari Hólm, Bergvini Gíslasyni, Ingimundi Ingimundarsyni og Sigþóri Árna Heimissyni en allir hafa verið að spila stór hlutverk hjá liðinu. Akureyri hefur því þurft að kalla til fullt af ungum leikmönnum og er Sverre ánægður með þeirra framlag. „Við fáum nýjan strák inn í liðið í honum Daða og hann stóð sig frábærlega. Róbert kemur honum inn í þetta og stýrir þessu eins og kóngur í ríki sínu og allir gera það sem þeir þurftu að gera. Við vissum hvað við þyrftum að stöðva í þessum leik og við gerðum það. Þetta eru strákar sem eru tilbúnir í að setja hjartað á réttan stað og slá í takt við allt liðið. Þetta er ekki auðvelt, þetta er erfitt og ekkert smá af afföllum á okkar leikmannahópi. Bestu fjórtán eru hérna inni og hinir nýtast okkur ekkert. Það er mitt hlutverk að búa til samkeppnishæft lið í hverjum leik og nú verðum við að gera það út desember,“ sagði Sverre. Akureyri komst eins og áður segir upp úr fallsæti með sigrinum í kvöld og finnst Sverre eins og þungu fargi sé létt af sér og sínum mönnum? „Biddu fyrir þér! Það er ótrúlega ljúft, ég ætla ekki að fara að ljúga en eins og ég hef oft sagt þá hef ég alltaf verið mjög ánægður með liðið mitt. Við höfum verið að spila okkur saman en tapað oft svona leikjum sem við erum núna að vinna, það er munurinn en viljinn og áreynslan hefur alltaf verið sú sama,“ sagði Sverre.Stefán: Áttum ekki skilið að vinna „Það var eitt og annað. Fyrir það fyrsta mættu Akureyringarnir sterkari í leikinn og voru miklu grimmari, ákveðnari og þeir stjórnuðu leiknum frá byrjun,“ sagði Stefán Árnason, þjálfari Selfyssinga, eftir leikinn í kvöld. „Þeir voru með yfirhöndina eiginlega allan tíman þar til það voru einhverjar tvær mínútur eftir og við gátum komist yfir. Við vorum að elta alltof lengi og það var ekki fyrr en eftir einhverjar fimmtán til tuttugu mínútur að við fórum að spila einhverja almennilega vörn. Það eru fullt af dauðafærum og vítaköstum í seinni hálfleik sem fara forgörðum og þrátt fyrir allt held ég að við hefðum átt að vinna þennan leik en miðað við spilamennskuna þá áttum við það ekki skilið,“ sagði Stefán. Stefán þekkir vel til á Akureyri og í KA-heimilinu en faðir hans, Árni Stefánsson, þjálfaði lið KA á sínum tíma og Stefán hefur sjálfur æft, spilað og þjálfað þar áður svo hann ætti að vera hverju horni kunnur þar en þetta er í fyrsta sinn sem hann stýrir útiliði meistaraflokks þar. „Það er fínt að koma og mér líður alltaf vel í KA-heimilinu því hér á ég góðar minningar og alltaf gaman að koma að spila hérna en ég hefði viljað að úrslitin hefðu verið önnur,“ sagði Stefán. Selfyssingar komu upp í Olís-deildina fyrir leiktíðina og hafa komið kannski smá á óvart og eru með fjórtán stig sem stendur. Er Stefán sáttur við frammistöðu síns liðs það sem af er liðið móts? „Sáttur við sumt og sumt ekki. Við hefðum átt að vera með fleiri stig, það eru leikir sem við hefðum átt að klára og tapa leikjum sem við hefðum átt að vinna. Við erum ekki nógu stöðugir ennþá eða mæta nógu klárir í suma leiki Við erum of seinir að byrja varnarleikinn, eins og í dag, og það vantar alltof mikið upp á stundum sem gerir þetta erfitt. Það er bjart og við höldum áfram að halda okkar vinnu áfram en við þurfum að gera betur en í dag ef við viljum að útlitið og framtíðin verði björt,“ sagði Stefán. Inn á vef fimmeinn.is er komið eftirfarandi viðtal við Sverre, þjálfara Akureyrar.Sverre: Strákarnir gerðu mig orðlausan „Strákarnir bara loksins kláruðu þetta og það er kannski það sem aðeins hefur vantað upp á síðkastið en þeir voru allir meiriháttar,“ sagði Sverre Jakobsson eftir sigurinn á Selfossi í gærkvöldi. „Við vorum með þá lausn að setja Daða Jónsson í þristinn, en þetta er ungur strákur sem kemur úr ungmennaliðinu, honum var bara hent út í djúpu laugina og þvílík frammistaða hjá drengnum. Hann var stórkostlegur og stýrði þessu afskaplega vel. Við náum þessum sigri á karakter og vinnuframlagi en strákarnir gerðu mig algerlega orðlausan með þessari frammistöðu sinni, þetta er í rauninni eitt það flottasta sem ég hef séð. Þeir voru frábærir. Það er gríðarlega sterkt að halda liði eins og Selfossi í 23 mörkum en leikurinn var jafn til að byrja með, við erum svo skrefinu á undan lengst af en þeir jafna þarna í lokin í 23-23 og í rauninni hefði þessi sigur getað endað á hvorn veginn sem var.“ Fletta milli frétta Til baka Senda á Facebook