Fréttir
Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar!
Mindaugas var valinn maður Akureyrarliðsins18. desember 2016 - Akureyri handboltafélag skrifarSlæmt tap gegn Fram í lokaleik ársins Menn áttu von á hörkubaráttuleik þegar Akureyri og Fram mættust í gærkvöldi þar sem mikilvæg stig í botnbaráttunni voru í boði. Það fór þó svo að aðeins annað liðið kom í baráttuham til leiksins. Eftir rúmlega sjö mínútna leik höfðu Framarar nánast gert út um leikinn með sjö mörkum gegn einu marki heimamanna. Sóknarleikur Akureyrar gekk hörmulega, boltinn tapaðist í nánast hverri sókn á meðan allt gekk upp í sóknarleik Framara, nema hvað að Tomas varði eitt vítakast. Í stöðunni 4-11 náði Akureyrarliðið góðum kafla og virtist vera að komast inn í leikinn. Tomas varði allt sem kom á markið og með fjórum mörkum í röð, staðan orðin 8-11. Ekki gekk þó allt upp á þessum kafla, tvö misfarin hraðaupphlaup hefðu getað gert stöðuna enn betri. Fram var þó ekkert á því að leggja árar í bát og leiddu með fimm mörkum í hálfleik, 10-15. Lítið gekk að vinna niður forskot Framara í upphafi seinni hálfleiks, þeir bættu raunar í og komust í sjö marka mun, 12-19. Ekki varð það til að bæta stöðu Akureyrar að missa tvo leikmenn útaf með nokkurra sekúndna millibili og þar ofan á bættist að Kristján Orri fékk beint rautt spjald og Akureyri því þrem leikmönnum færri á tímabili. Enda fór svo að Fram náði tíu marka forskoti 19-29 og úrslitin ráðin, Akureyri náði reyndar að minnka muninn í sex mörk um stund en lokatölur verðskuldaður átta marka sigur Fram, 25-33.Mörk Akureyrar: Mindaugas Dumcius 8, Igor Kopyshynskyi 5, Friðrik Svavarsson 3, Kristján Orri Jóhannsson 3, Sigþór Árni Heimisson 3, Arnór Þorri Þorsteinsson 2 og Patrekur Stefánsson 1 mark. Tomas varði 15 skot, þar á meðal 1 vítakast. Arnar Þór Fylkisson kom í markið um miðjan seinni hálfleikinn og varði 1 skot.Mörk Fram: Arnar Birkir Hálfdánsson 8, Valdimar Sigurðsson 7, Þorgeir Bjarki Davíðsson 7, Andri Þór Helgason 5 (3 úr vítum), Þorsteinn Gauti Hjálmarsson 3, Lúðvík Thorberg Bergmann Arnkelsson 2, Andri Björn Ómarsson 1 og Sigurður Örn Þorsteinsson 1 mark. Í marki Fram varði Daníel Þór Guðmundsson 11 skot, mörg hver úr dauðafærum. Þetta varð sem sé leikur sem Akureyringar vilja gleyma hið fyrsta. Nú tekur við hlé sem vonandi nýtist til að endurheimta leikmenn úr meiðslum og berja saman andann og stemminguna sem var komin í leik liðsins. Næsti leikur liðsins verður ekki fyrr en 2. febrúar en þá mæta Valsmenn hingað norður. Fletta milli frétta Til baka Senda á Facebook