Fréttir
Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar!
Heimir Pálsson og félagar spila á laugardaginn20. janúar 2017 - Akureyri handboltafélag skrifarUngmennaliðið með útileik á laugardaginn Á laugardaginn á ungmennalið Akureyrar útileik gegn Þrótti í Reykjavík. Leikurinn er að sjálfsögðu í 1. deild karla og hefst klukkan 14:00 í Laugardalshöllinni. Liðin mættust fyrr í haust hér fyrir norðan þann 2. október síðastliðinn og varð það hörkuleikur. Akureyrarliðið lék afar vel lengst af og var með forystuna og góð tök á leiknum fram á 50. mínútu leiksins. Liðið missti tvo sterka menn útaf með þrjár brottvísanir og í kjölfarið sigu Þróttarar framúr og unnu leikinn, 26-29. Eftir leikinn úrskurðaði HSÍ að einn leikmanna Akureyrar hefði verið ólöglegur (hefði ekki verið með undirritaðan samning við Akureyri) og dæmdi leikinn því tapaðan 0-10. Fyrir leikinn á laugardaginn er Akureyri U í 8. sæti 1. deildar með 11 stig eftir fjórtán leiki en Þróttur er í 6. sæti með 14 stig eftir 13 leiki. Við hvetjum þá sem hafa tök á að mæta í Laugardalshöllina á laugardaginn. Um helgina verða Hamrarnir líka á faraldsfæti en þeir mæta ÍBV U í tveim leikjum sem báðir verða spilaðir í Hveragerði. Sá fyrri er klukkan 20:20 á föstudaginn og er heimaleikur Hamranna en sá seinni klukkan 13:00 á laugardag og er sá leikur heimaleikur ÍBV U. Fletta milli frétta Til baka Senda á Facebook