Arnór Þorri Þorsteinsson var markahæstur Akureyringa
| | 5. mars 2017 - Akureyri handboltafélag skrifarUngmennaliðið náði ekki að stöðva FjölniÞað var fyrirfram vitað að það væri erfitt verkefni sem beið strákanna í Ungmennaliði Akureyrar þegar þeir tóku á móti Fjölni í gær. Fjölnir hefur haft gríðarlega yfirburði í 1. deildinni og ekki tapað stigi í deildinni til þessa. Sigur í leiknum hefði gulltryggt sig upp í Olís deildina að ári.
Akureyrarliðið stóð vel í Fjölnismönnum í fyrri hálfleik en staðan í hálfleik var 14-17 Fjölnismönnum í hag. Fjölnismenn gáfu engin færi á sér í seinni hálfleiknum en unnu að lokum ef til vill óþarflega stóran sigur, 26-36 og gátu fagnað Olís sætinu þó að þeir eigi enn fimm leiki eftir.
Mörk Akureyrar: Arnór Þorri Þorsteinsson 8, Heimir Pálsson 6, Jóhann Einarsson 5, Garðar Már Jónsson 4, Hafþór Már Vignisson 2, Birkir Guðlaugsson 1.
Mörk Fjölnis: Aðalsteinn Örn Aðalsteinsson 9, Kristján Örn Kristjánsson 8, Bergur Snorrason 6, Breki Dagsson 4, Björgvin Páll Rúnarsson 3, Bjarki Lárusson 2, Brynjar Loftsson 2, Daníel Freyr Rúnarsson 1 og Ko Takeuchi 1. |