Warning: Undefined variable $udleiks in /web/akhandadmin/public_html/index.php on line 16
Æsilegur sigur á Val í gær - Akureyri Handboltafélag
  Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri 28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri 22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan

Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U 35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR 34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan




    Fréttir                       Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar! 

Tomas Olason með stórleik

12. mars 2017 - Akureyri handboltafélag skrifar

Æsilegur sigur á Val í gær

Eins og við mátti búast var ekkert gefið eftir þegar Akureyri tók á móti bikarmeisturum Vals í KA heimilinu í gær. Akureyri í harðri baráttu á botninum á meðan Valur freistar þess að ná í eitt af fjórum efstu sætum deildarinnar og fá þar með heimaleikjarétt í átta liða úrslitakeppninni.

Jafnt var á öllum tölum upp í 8-8 en Akureyri nánast alltaf með frumkvæðið. Þegar hér var komið sögu komu þrjú Akureysk mörk í röð og staðan vænleg, 11-8 þegar átta og hálf mínúta var til leikhlés.
Ekkert gekk þó í sóknarleiknum hjá Akureyri fram að hálfleik og það nýttu Valsmenn til að jafna leikinn, þar sem Heiðar Þór Aðalsteinsson skoraði úr tveim vítaköstum. Hálfleiksstaðan 11-11.
Varnarleikur beggja liða var öflugur og markverðir beggja liða í stuði, Tomas Olason varði m.a. vítakast. Mindaugas og Igor skoruðu hvor um sig þrjú mörk í hálfleiknum.


Gangur fyrri hálfleiksins

Það voru Valsmenn sem sýndu klærnar í upphafi seinni hálfleiks og skoruðu fyrstu tvö mörk hálfleiksins og þar með búnir að skora fimm mörk í röð. Það voru þeir Igor og Andri Snær sem hjuggu á hnútinn og jöfnuðu í 13-13. Valsmenn höfðu frumkvæðið næstu mínúturnar og komust m.a. í tveim mörkum yfir 14-16 en aftur jafnaði Akureyri í 16-16.

Valsmenn fengu vítakast en Arnar Þór Fylkisson kom í markið og varði vítakastið með tilþrifum.
Áfram voru Valsarar á undan að skora allt var þó í járnum áfram, ekki síst fyrir frábæra markvörslu Tomasar, sem varði m.a. tvö hraðaupphlaup Valsmanna í röð. Þegar sjö og hálf mínúta var til leiksloka jafnaði Mindaugas í 18-18 og þar með varð heldur betur viðsnúningur á leiknum.

Akureyrarvörnin tók næsta skot Valsmanna og Tomas reyndi sendingu fram sem virtist vera að mistakast en Andri Snær Stefánsson náði á ótrúlegan hátt valdi á boltanum og náði að blaka boltanum í netið, staðan 19-18 og Akureyri yfir í fyrsta sinn í seinni hálfleiknum.

Þetta mark virtist gefa Akureyrarliðinu aukakraft og trú. Friðrik Svavarsson kom liðinu í tveggja marka forystu af miklu harðfylgi og það var meira en Valsmenn náðu að yfirvinna. Þeir minnkuðu raunar muninn aftur í eitt mark en aftur sýndi Friðrik kraft sinn með öðru marki af línunni.

Mikill darraðardans var á lokasekúndunum, þegar fimmtán sekúndur voru til leiksloka var dæmdur ruðningur á Akureyri og Valsmenn geystust af stað í sókn og freistuðu þess að jafna. En í öllum látunum fór það framhjá mönnum að Ingimundur hafði tekið leikhlé áður. Þannig að Akureyri hélt boltanum og það var síðan Mindaugas sem braust af harðfylgi í gegnum Valsvörnina og tryggði sætan tveggja marka sigur heimamanna, 22-20.


Gangur fyrri hálfleiksins

Fögnuður leikmanna og stuðningsmanna í leikslok var ósvikinn enda stigin heldur betur dýrmæt og loksins er liðið komið úr botnsæti deildarinnar. Í heildina var leikur liðsins afar góður, frábær barátta í vörninni og Tomas Olason heldur betur flottur í markinu enda valinn maður liðsins í leikslok.

Mörk Akureyrar: Mindaugas Dumcius 6, Igor Kopyshynskyi 5, Andri Snær Stefánsson 3 (2 úr vítum), Friðrik Svavarsson 3, Bergvin Þór Gíslason 2, Brynjar Hólm Grétarsson 1, Patrekur Stefánsson 1 og Sigþór Árni Heimisson 1 mark.
Í markinu varði Tomas Olason a.m.k. 13 skot, þar á meðal tvö vítaköst. Arnar Þór Fylkisson kom inná til að spreyta sig á vítakasti og varði með tilþrifum eins og fyrr segir.

Mörk Vals: Orri Freyr Gíslason 4, Anton Rúnarsson 3 (1 úr víti), Heiðar Þór Aðalsteinsson 3 (3 úr vítum), Josip Juric Grgic 3, Vignir Stefánsson 3, Sveinn Aron Sveinsson 2, Alexander Örn Júlíusson 1 og Atli Már Báruson 1 mark.
Í marki Vals stóð Sigurður Ingiberg Ólafsson og var valinn besti maður liðsins með 13 varin skot.

Næsti leikur Akureyrar er heimaleikur gegn Selfyssingum næstkomandi fimmtudag og í ljósi síðustu úrslita í Olísdeildinni er mikilvægi hans svo sannarlega mikið.
Fletta milli frétta Til baka    Senda á Facebook
Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson