Arnþór Gylfi og Sigþór voru atkvæðamestir í markaskorun liðsins
| | 8. apríl 2017 - Akureyri handboltafélag skrifarTap í lokaleik UngmennaliðsinsStrákarnir í Ungmennaliði Akureyrar mættu Ungmennaliði Stjörnunnar í gærkvöldi í lokaumferð 1. deildar karla. Stjörnuliðið fékk óskabyrjun og skoraði fyrstu fjögur mörk leiksins. En smátt og smátt vann Akureyrarliðið sig inn í leikinn og náði að jafna en þegar gengið var til hálfleiks leiddi Stjarnan með einu marki, 15-14.
Strákarnir jöfnuðu strax í upphafi seinni hálfleiksins en Stjarnan reyndist sterkari á lokasprettinum og lauk leiknum með óþarflega stórum, eða fimm marka sigri heimamanna, 35-30.
Mörk Akureyrar U: Arnþór Gylfi Finnsson 7, Sigþór Gunnar Jónsson 5, Heimir Pálsson 4, Vignir Jóhannsson 4, Arnór Þorri Þorsteinsson 3, Jóhann Einarsson 3, Jason Orri Geirsson 2, Arnar Þór Fylkisson 1 og Dagur Gautason 1 mark. Í markinu stóðu Arnar Þór Fylkisson 1 og Páll Snævar Jónsson
Mörk Stjörnunnar U: Gunnar Johnsen 10, Birgir Steinn Jónsson 9, Þorlákur Rafnsson 8, Finnur Jónsson 3, Hörður Kristinn Örvarsson 3, Aron Ásmundsson 1 og Bjarki Rúnar Sverrisson 1. Í marki Stjörnunnar stóðu Ólafur Rafn Gíslason og Bjarki Rúnar Sigurðsson.
Akureyri U lauk því keppni í 9. sæti deildarinnar með átta sigra og tvö jafntefli. |