Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri 28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri 22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan

Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U 35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR 34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan




    Fréttir                       Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar! 

Sævar bjartsýnn þrátt fyrir þrjú töp

23. ágúst 2006 - SÁ skrifar 

Sævar: Var allt mjög kaflaskipt

Akureyri Handboltafélag kom til landsins í gærkvöldi og var heimasíðan mætt að taka á móti liðinu. Við spjölluðum við Sævar Árnason um ferðina og var hann bara ansi jákvæður og taldi ferðina fína og að hún myndi nýtast liðinu vel. Aðspurður um hvort að þrjú töp í þessari ferð séu vonbrigði svaraði hann: "Nei, nei ekkert þannig lagað. Það eru vonbrigði að hafa ekki unnið alla vega einn leikinn, við hefðum alveg getað gert það. Úrslitin hins vegar skipta engu máli, við vorum ekki að fara í þessa ferð til að ná einhverjum úrslitum heldur sjá ákveðna hluti hjá einstaka leikmönnum og liðinu í heild."
Um leikina og spilamennsku liðsins var hann bara hæfilega bjartsýnn og sagði meðal annars: "Þetta var allt mjög kaflaskipt. Við tókum svona góða kafla og svo slæma kafla inn á milli sem er bara eðlilegt þar sem við erum tiltölulega nýbyrjaðir að æfa svona í alvöru handboltaæfingum. Það er ennþá einn og hálfur mánuður í mót. Þannig að við erum bara rétt að byrja og þessi ferð var ágæt, menn fengu að æfa handbolta í 5 daga og spila. Svo þjappaðist hópurinn líka saman, þessar ferðir eru líka til þess."
Sævar vildi svo meina að vel hefði sést að Danirnir væru komnir mun lengra í sínum undirbúning þar sem danska deildin hefst mánuði fyrr en sú íslenska en handboltalegt form þeirra var allt annað en hjá Akureyri.
Fletta milli frétta Til baka    Senda á Facebook
Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson