Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri 28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri 22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan

Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U 35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR 34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan




    Fréttir                       Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar! 

St. Raphael hefur verið að spila vel á undirbúningstímabilinu

4. september 2006 - SÁ skrifar 

Jónatan: St. Raphael eitt af stærstu liðum deildarinnar

Jónatan Magnússon gekk sem kunnugt er til liðs við St. Raphael í frönsku B-deildinni nú í sumar. Hann er búinn að vera hjá liðinu í nokkurn tíma og er að aðlagast því sem og Frakklandi þessa stundina. Einungis vika er í frönsku deildina og ákváðum við að taka viðtal við kappann og spyrja hann út hvernig þetta ævintýri fari af stað.

SÁ: Jæja Jónatan, hvernig hafa fyrstu vikurnar í Frakklandi verið?
Jonni: Þær hafa bara verið góðar, misgóðar þó. Hér í Frakklandi þá gerast hlutirnir hægt svo mikið er víst. Það tók til að myndi rúmar þrjár vikur fyrir okkur að fá heimasíma og netið. Einnig þá vorum við bíllaus fyrst um sinn og vorum við orðin ansi þreytt á því að labba bæinn endilangan! En nú sem sagt er allt komið í rétt stand og okkur líður bara mjög vel.

SÁ: Er mikill munur á Frakklandi og Íslandi?
Jonni: Já það er sko óhætt að segja að þetta sé tvennt ólíkt. Satt best að segja þá líður okkur stundum eins og við séum ekki einu sinni í Evrópu. Það er stundum eins og að árið sé 1970 en ekki 2006. Hér þarf maður að vera með vegabréfið uppi við alltaf, eins afrit af reikningum, rafmangsreikning eða símareikning til að fá þjónustu. Við hlógum líka mikið þegar að við loksins fengum bankareikning þá fengum við ávísunarhefti með. Hér notar fólk það mun meira en kortin sín.
Hins vegar þá er bærinn sem við búum í eins og paradís. Við erum 5 mínútur niður á strönd. Hér er vatnsleikjagarður og dýragarður og svakalega flottur útvistagarður þar sem fólk stundar mikið vatnasport, jetskíði, sjóskíði og ég veit ekki hvað og hvað. Það er yfir 30 gráður og sól alveg langt fram í nóvember. Í janúar og febrúar fer hitinn ekki neðar en 20 gráður svo munurinn frá gamla góða Íslandi er mikill. Þó eru Frakkarnir lítið fyrir að tala ensku en við svo sem vissum það og vorum alveg búin að búa okkur undir það.

SÁ: Nú hefur þú æft og spilað æfingaleiki með St. Raphael. Hvernig líst þér á liðið og hvernig er það mannað að þínu mati?
Jonni: Já ég hef spilað nokkra leiki núna og það er bara um vika í að mótið sjálft hefjist. Liðið er nokkuð vel mannað held ég. Þó er lítil breídd í liðinu og gæti orðið vandamál ef mikið verður um meiðsli. Það eru tveir tékkar, annar markmaður, mjög góður finnst mér. Hinn örvhentur, rúmir tveir metrar og 115 kíló. Sá er svakalegur bombari en þó mjög hægur. Þeir eru með slóvenskan línumann, sem er bara nokkuð seigur. Svo eru þeir með gamlan franskan landsliðsmann Stephan Joulin, hann er örvhentur hornamaður og er hrikalega flinkur.
Svo eru tveir útlendingar í viðbót, annar serbi og hinn rúmeni og eru þeir báðir miðjumenn að upplagi. Dálítið skrítið að þeir hafi svo fengið mig líka en við þrír höfum verið að skipta tveimur stöðum á milli okkar, þ.e. skyttustöðunni og leikstjórnandanum enda engin almennileg rétthent skytta í liðinu. Restin af liðinu er svo mest allt ungir Frakkar sem koma úr unglingastarfinu hjá þeim, fæstir af þeim finnst mér eitthvað góðir satt best að segja.

SÁ: Ef þú bærir St. Raphael, og liðin í þessari deild, saman við íslensk lið. Hvernig myndir þú segja að þau íslensku stæðu gagnvart þeim frönsku?
Jonni: Ég hef ekki séð mikið af liðinum í þessari deild, bara 3 held ég, en ég myndi segja að þetta sé mjög svipað og heima. Ég held að St. Raphael myndi spjara sig ágætlega í deildinni heima en ekkert meira en það, samt er erfitt um það að segja. Handboltinn sem er spilaður hér er svo ótrúlega ólíkur því sem ég er vanur. Hér spila öll lið 3-2-1 vörn, hrikalega grófir maður og tempóið eitthvað svo ólíkt. Í hverju liði eru svo nokkir gæjar sem eru bara þar til að "drepa" og er búið að láta mig vita af því að svona er þetta bara hérna.

SÁ: Nú er undirbúningstímabilið í hámarki. Hvernig hefur liðið verið að spila og eruð þið á réttum stað í undirbúningi ykkar?
Jonni: Liðið hefur verið að ná góðum úrslitum. Við höfum spilað á móti þremur úrvalsdeildarliðum og unnið þau öll. Við æfum alveg hrikalega mikið og eru flestir allt, allt of þreyttir núna. Sjálfur er ég í toppformi, aldrei verið í betra formi, en ég finn að maður er útkeyrður. Vona að næsta vika verði róleg svo menn verði búnir að jafna sig fyrir fyrsta leik.
Í þessari viku bara þá eru á dagskrá 11 æfingar og 2 æfingaleikir, það er náttúrulega geðveiki en það þýðir víst lítið að kvarta. Smá meiðsli hafa verið að hrjá liðið, t.d. mun markmaðurinn missa af fyrstu leikunum og því mun ungur markmaður byrja. Það gæti orðið smá vesen.

SÁ: Að hverju stefnir St. Raphael í vetur? Ætlar liðið sér upp um deild?
Jonni: St. Raphael er eitt að stærstu liðinum í þessari deild. Með langt mestu peningana svo það er klárt að liðið ætlar sér upp. Mér skilst þó á liðsfélögunum mínum að í fyrra hafi verið allt of mikil pressa á liðinu og það ekki staðið undir því. Núna á því að reyna að spara yfirlýsingarnar og sjá hvað gerist. Ég get ekki gert mér grein fyrir möguleikum liðins. veit þó að það tapar sjaldan eða aldrei heima. En þetta snýst um að ná einhverjum stigum á útivöllum það hefur verið vandamál. Finnst eins og það hljómi eitthvað kunnulega, við í KA vorum síðustu árin ekkert að hrúga inn stigum í Reykjavík.

SÁ: Þú sjálfur, hvernig ert þú að spila og aðlagast nýja liðinu?
Jonni: Ég hef verið að spila bara ágætlega held ég. Það er þó mjög erfitt fyrir miðjumann að koma inn í nýtt lið og geta ekki tjáð sig nema mjög takmarkað. Mestu vandræðin mín hafa þó verið hingað til með helv. harpixið og boltana maður! Þeir sem mig þekkja þá er þetta STÓR hluti af handboltanum, nei ég segi svona.
Ég hef verið að spila helminginn af leiktímanum. Það er skrítin tilfinning að vera ekki inn á alltaf, eins og ég er vanur. Þó er það ágætt að sumu leiti því maður er ferskur allan tímann. Eins finnst mér líka gott að geta pínu bara hugsað um sjálfan mig og ekki verið með allar heimsins áhyggjur á mínum herðum. Leikmennirnir hafa verið mjög fínir við mig, reyna flestir að tjá sig við mig þó með misgóðum árangri. Ég er þó viss um að ég á eftir að komast betur inn í þetta enda bara búinn að vera hérna í rúman mánuð.

Við þökkum Jonna kærlega fyrir að hafa svarað þessum spurningum fyrir okkur og óskum honum góðs gengis í vetur.
Fletta milli frétta Til baka    Senda á Facebook
Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson