Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri 28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri 22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan

Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U 35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR 34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan




    Fréttir                       Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar! 

Stelmokas var frábær fyrir Füchse Berlin, þá skoraði Einar Logi tvö mörk fyrir TV Emsdetten



5. september 2006 - ÁS skrifar 

KA menn áfram í Þýska bikarnum

Tvær umferðir eru búnar í Þýsku bikarkeppninni og hafa neðrideildarliðin verið að leika, úrvalsdeildarliðin koma svo í næstu umferð. Halldór Jóhann Sigfússon, Einar Logi Friðjónsson, Andrius Stelmokas og Heiðmar Felixsson voru í eldlínunni með sínum liðum.

Halldór Jóhann Sigfússon og félagar í Tusem Essen áttu ekki í vandræðum með lið BFC Preußen Berlin og fór Essen með 15 marka sigur af hólmi, 25-40. Leikurinn var aldrei spennandi en hálfleikstölur voru 8-24 gestunum í vil en leikið var í Berlín. Dóri skoraði 3 mörk í leiknum og stóð sig með prýði. Þetta er annað tímabil Dóra með Essen en liðið er feykiöflugt og gera menn ráð fyrir að liðið fari í úrvalsdeildina eftir tímabilið.

Andrius Stelmokas átti frábæran leik með Füchse Berlin þegar liðið vann 23-31 útisigur á Lehrter SV. Stelmokas skoraði 7 mörk í leiknum, var markahæstur og var valinn maður leiksins. Í hálfleik var staðan 9-16 fyrir Füchse. Andrius er að leika sitt fyrsta tímabil með Füchse Berlin en hann lék með Göppingen á síðasta tímabili.

Einar Logi Friðjónsson og hans lið TV Emsdetten komst áfram eftir erfiðan leik gegn þriðjudeildarliði TSG Emmerthal, en lokatölur voru 29-31 fyrir Emsdetten en leikið var á heimavelli Emmerthal. Einar Logi skoraði tvö mörk í leiknum en þetta er hans fyrsta tímabil með Emsdetten, en hann kom frá Friesenheim fyrir tímabilið.

Heiðmar Felixsson var að spila með liði sínu TSV Hannover-Burgdorf á útivelli gegn SG Achim/Baden. Leikurinn reyndist virkilega erfiður fyrir Heiðmar og félaga en þeir voru undir 16-14 í hálfleik, í síðari hálfleik náði liðið þó að leika betur og vannst verulega tæpur 30-31 sigur. Heiðmar skoraði 8 mörk og var markahæstur í liði Burgdorf. Þetta er þriðja tímabil Heiðmars með Burgdorf en hann er gríðarlega vinsæll í Hannover en hann var valinn Íþróttamaður ársins í bænum árið 2005.

Það verður gaman að sjá hvernig okkar mönnum mun reiða af í næstu umferð en það verður KA manna slagur er Einar Logi og félagar í TV Emsdetten taka á móti Heiðmari og hans liði í TSV Hannover-Burgdorf. Við skulum sjá aðra leiki hjá KA mönnum í næstu umferð (KA lið feitletruð):

Tusem Essen-Stralsunder HV
Füchse Berlin-Eintracht Hildesheim
MT Melsungen-VfL Gummersbach
TV Emsdetten-TSV Hannover-Burgdorf
Fletta milli frétta Til baka    Senda á Facebook
Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson