Fréttir
-
Leikir tímabilsins
-
Leikmenn
-
Stjórn
-
Saga og tölfræði
-
Höllin
-
Lagið
-
Myndir
-
Myndbönd
-
Tenglar
Veldu leiktímabil
2016-17
2015-16
2014-15
2013-14
2012-13
2011-12
2010-11
2009-10
2008-09
2007-08
2006-07
-
Úrvalsdeild karla
-
Senda skilaboð
-
Vefur KA
-
Vefur Þór
-
Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri
28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri
22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan
Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U
35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR
34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan
Fréttir
Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar!
Alfreð er 47 ára í dag og Gummersbach er enn með fullt hús stiga
7. september 2006 -
ÁS skrifar
Gummersbach sigrar meistara Kiel á útivelli, Alfreð 47 ára
Í gær fór fram leikur milli Þýskalandsmeistara Kiel og Gummersbach en leikurinn var liður í 4. umferð deildarinnar. Alfreð Gíslason á 47 ára afmæli í dag og óskar heimasíðan honum hjartanlega til hamingju með áfangann en við skulum skoða hvernig leikurinn í gær gekk fyrir sig.
Þýskalandsmeistarar Kiel eru sérlega erfiðir heim að sækja og því mátti búast við virkilega erfiðum leik fyrir Gummersbach eins og raun bar vitni. Kiel leikur ákaflega hraðan leik og það er í raun ekki hægt að stöðva liðið þegar það er komið í gírinn.
Róbert Gunnarsson og Guðjón Valur skoruðu fyrstu mörk leiksins en Kiel svaraði með þremur næstu mörkum. Jafnt var 4-4 eftir 7 mínútna leik en þá kom fínn kafli meistaranna og náðu þeir þriggja marka forskoti. Þetta þriggja marka forskot hélst, en leikurinn var virkilega hraður. Eftir 19 mínútna leik í fyrri hálfleik var staðan Kiel 17 Gummersbach 12, forskotið jókst svo upp í 20-14, en með ágætislokakafla náðu leikmenn Gummersbach að bæta stöðuna fyrir hálfleik og var staðan 24-20 fyrir Kiel í hálfleik, hreint ótrúlegar tölur í þessum toppslag.
Eftir 5 mínútna leik í seinni hálfleik var forskotið komið niður í tvö mörk, 26-24, og þá var farið að fara um þá 10.250 áhorfendur í Ostseehalle. Gummersbach jafnaði í 26-26 á 39 mínútu leiksins en Kiel svaraði með þrem mörkum. Þá tóku Sverre Andreas og félagar sig til í vörninni og lokuðu á Kiel, sóknin skilaði fimm mörkum í röð og breytti það stöðunni úr 29-26 yfir í 29-31. Kiel jafnaði í 33-33 er 7 mínútur voru eftir af leiknum, en Gummersbach svaraði með þrem mörkum, en er aðeins þrjár mínútur voru eftir af leiknum var staðan Kiel 35 Gummersbach 36, þá gerðust afdrifaríkir hlutir, Gummersbach skorar en Sverre Andreas fær rautt spjald er tvær mínútur voru eftir. Félagar hans létu það hinsvegar ekki fá það á sig og komust í 36-39. Kiel minnkaði svo muninn í 37-39 og voru það lokatölur.
Frábær árangur hjá Alfreð, Guðjóni Val, Sverre Andreas og Róberti, en meistarar Kiel höfðu ekki tapað heimaleik í þrjú ár, og þá hafði Gummersbach ekki unnið Kiel á heimavelli meistaranna í 13 ár.
Guðjón Valur skoraði 8 mörk úr 11 skotum, markahæstur í liði Gummersbach var Momir Ilic með 11 mörk. Róbert gerði eitt mark úr tveim skotum og þá lék Sverre einungis vörn en stóð sig vel, þrátt fyrir rauða spjaldið er leikurinn var að klárast.
Næsti leikur liðsins er aftur á útivelli en spilað verður gegn Viggó Sigurðssyni og félögum í Flensburg-Handewitt 9. september. Búast má við hörkuleik enda eru bæði liðin með fullt hús stiga, Kiel hinsvegar er að missa af lestinni en liðið er búið að missa af þremur stigum í fyrstu fjórum leikjum tímabilsins.
Fletta milli frétta
Til baka
Senda á Facebook
Umsjón og hönnun:
Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson