Afanasjev mun leika til reynslu á morgun, fólk er hvatt til að koma og sjá Akureyri leika
| | 8. september 2006 - ÁS og SÁ skrifarÖrvhent litháensk skytta til reynsluÍ dag mun koma til reynslu hjá Akureyri Handboltafélagi litháenskur leikmaður að nafni Dmitrij Afanasjev. Dmitrij, sem er 22. ára gamall, er örvhent skytta og 191 sentímetrar að hæð. Hann var níundi markahæsti leikmaður litháensku deildarinnar síðasta tímabil með 135 mörk í 26 leikjum, ekkert úr vítaköstum, en það gera 5,2 mörk í leik. Lið Afanasjev VPU Šviesa-Savanoris endaði í 4. sæti deildarinnar í fyrra en liðið kemur úr borginni Vilniaus.
Dmitrij Afanasjev kemur til Akureyrar seinni partinn í dag og mun leika með Akureyri Handboltafélagi á morgun, laugardegi, á Sjallamótinu. Athyglivert verður að sjá hvernig Dmitrij mun standa sig en hann þarf að sýna sig og sanna fyrir liðinu. Leikjaprógram mótsins er hér.
Þess má til gamans geta að liðsfélagar Dmitrij á seinasta tímabili voru til að mynda Galkauskas Gintas, sem lék með Aftureldingu á árum áður, og Dmitrij Bezuyeuski fyrrum leikmaður Þórs til tveggja ára. |