Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri 28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri 22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan

Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U 35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR 34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan




    Fréttir                       Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar! 

Kvennalið Akureyrar komst lítt áfram gegn FH
Mynd: Þórir Tryggvason

9. september 2006 - SMS skrifar 

Sjallamót kvenna: Of stórt tap hjá Akureyri gegn FH

Eins og áður hefur komið fram á síðunni teflir fyrrverandi lið KA/Þórs eða núverandi lið Akureryri fram tveimur nýjum leikmönnum, þær heita Jarmila Kucharska og Ester Óskarsdóttir.

Undirritaður varð fyrir miklum vonbrigðum með leik liðsins. Þetta var það nákvæmlega sama og í fyrra sem einkenndi liðið. Þær voru alltaf seinar til baka, lítil sem engin leikgleði og sóknirnar voru búnar áður en þær hafnar. FH gerðu út um leikinn í byrjun með því að komast í 7-1 gegn veiku liði Akureyrar. Á þessum tíma varði þó markmaður Akureyrar, Jarmila Kucharska, 4 bolta en það virtist ekki vera nóg þegar enginn þorði að taka af skarið í sókninni. Vörnin var ekki að smella sem skyldi og þar af leiðandi var markvarslan ekki mikil. FH komust í 10-3 en þá kom ágætur kafli hjá stelpunum og þær minnkuðu muninn í 10-6 áður en dómarar leiksins flautuðu til hálfleiks.

Að skora bara 6 mörk í fyrrihálfleik telst nú frekar slappt, greinilegt að liðið saknar Ingu Dís sem er meidd. Reyndar átti markvörður FH stórleik en það þýðir ekkert að láta það stoppa sig.

Seinni hálfleikur létu FH hné fylgja kviði og kláruðu leikinn, tíðinda lítill seinnihálfleikur og endaði svo með sigri FH 12-19.

Markahæst í liði Akureyrar var Þórsteina með 6mörk úr 8 skotum. Næstar á eftir voru Jóhanna Tryggvadóttir með 2/5 Guðrún og Erla Tryggvadætur með 1 mark úr 2 skotum hvor, Ester Óskarsdóttir 1/5 og Emilía 1/1

Sibba varði 4 Bolta og Jarmila Kucharska 3.

Ester Óskarsdóttir átti 2 stoðsendingar, Erla, Emilía og Þórsteina allar með eina slíka.

Maður leiksins: Þórsteina.

Á sama tíma í gær unnu Haukastelpur afar verðskuldaðan 26-15 sigur á HK, en staðan í hálfleik var 15-9 fyrir Haukum. Greinilegt að lið Hauka er virkilega sterkt og er afar sigurstranglegt á mótinu.
Fletta milli frétta Til baka    Senda á Facebook
Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson