Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri 28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri 22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan

Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U 35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR 34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan




    Fréttir                       Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar! 

Akureyri 2 bætti leik sinn mikið gegn ÍR
Mynd: Skapti Hallgrímsson

9. september 2006 - ÁS og SÁ skrifar

Sjallamót karla: Akureyri 2 með tæpt tap gegn ÍR

Akureyri 2 og ÍR voru að leika sinn síðasta leik á Sjallamótinu og var leikurinn mjög spennandi en Akureyri 2 var að spila sinn langbesta leik á mótinu. Þeir leiddu 12-10 í hálfleik og meðal annars 17-15 í seinni hálfleik, en með slæmum lokakafla tapaðist leikurinn 20-21. Við skulum sjá hvernig leikurinn þróaðist.

Byrjunarlið Akureyrar 2 var eftirfarandi: Stefán í marki, (útileikmenn frá vinstri) Arnar, Hákon, Guðmundur, Eiríkur (lína), Óðinn og Jankovic.

Strax frá byrjun sást að leikmenn Akureyrar 2 ætluðu að selja sig dýrt og nýta tækifærið til að sýna góða spilamennsku fyrir þjálfurum liðsins. ÍR byrjaði með nýtt byrjunarlið og gekk spilamennska þess misjafnlega. ÍR skorar fyrsta markið og leiða 1-2 og 2-3. Þá koma þrjú mörk frá Hákoni, Óðni og Elfari. ÍR svaraði því með fjórum mörkum í röð og breyttu stöðunni í 5-7, og síðan í 6-8. Akureyri 2 sótti í sig veðrið á næstu mínútum og luku hálfleiknum afar vel, þeir jöfnuðu í 8-8 og leiddu í hálfleik 12-10.

ÍR byrjaði seinni hálfleik af nokkrum krafti og jafnaði strax í 12-12. Hið unga lið Akureyrar 2 svaraði fljótt með tveim mörkum og komst aftur í 15-13. ÍR jafnar í 15-15 en aftur bætir Akureyri í og kemst í 17-15 en þá kom afar slæmur kafli hjá okkar mönnum og skoruðu ÍR-ingar fimm mörk í röð á aðeins fjórum mínútum. Staðan var því orðin 17-20 og fjórar mínútur lifðu leiks. Okkar menn reyndu eins og þeir gátu, minnkuðu muninn í 19-20 og aftur í 20-21 en það voru lokatölur leiksins.

Strákarnir spiluðu mun betur heldur en í fyrri tveim leikjum sínum á mótinu en voru miklir klaufar að vinna ekki lið ÍR. Óðinn Stefánsson sýndi góða takta í leiknum áðan og skoraði 5 mörk og átti 4 stoðsendingar. Í markinu deildu Stefán Guðnason og Arnar Sveinbjörnsson með sér hálfleikjunum og áttu þeir báðir fína leiki, þá sérstaklega Stefán sem varði 9 af 20 skotum ÍR í fyrri hálfleik.

Staðan fyrir lokaleik mótsins milli Akureyrar og Fylkis er eftirfarandi:

ÍR 4 stig (3 leikir)
Akureyri 3 stig (2 leikir)
Fylkir 3 stig (2 leikir)
Akureyri 2 0 stig (3 leikir)
Fletta milli frétta Til baka    Senda á Facebook
Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson