Fylkir er Sjallamótsmeistari karla, Ingólfur spilaði þó ekki með vegna meiðsla
| | 9. september 2006 - ÁS skrifar
Lokahóf Sjallamótsins fór fram í kvöldÍ kvöld fór fram lokahóf Sjallamótsins þar sem bestu leikmenn voru valdir. Lokahófið var einkar glæsilegt og frábær matur var á borðstólum. Kvennalið Hauka og karlalið Fylkis fengu þá verðlaun fyrir að vera Sjallamótsmeistarar og ríkti mikil stemmning í herbúðum liðanna. Verðlaunin afhenti Hannes Karlsson stjórnarmaður Akureyri Handboltafélags. Leikmenn Fylkis fögnuðu titlinum vel og innilega enda vel að titlinum komnir.
Besti markvörður kvenna: Jarmila Kucharska, Akureyri Handboltafélag Besti varnarmaður kvenna: Harpa Melsteð, Haukar Besti sóknarmaður kvenna: Ramûnë Pekarskytë, Haukar
Besti markvörður karla: Hlynur Morthens, Fylkir Besti varnarmaður karla: Hreinn Þór Hauksson, Fylkir Besti sóknarmaður karla: Björgvin Þór Hólmgeirsson, ÍR
Heimasíðan óskar Haukum og Fylki hjartanlega til hamingju með að hafa unnið Sjallamótið og óskar svo verðlaunahöfum til hamingju með titlana. |