Fréttir
-
Leikir tímabilsins
-
Leikmenn
-
Stjórn
-
Saga og tölfræði
-
Höllin
-
Lagið
-
Myndir
-
Myndbönd
-
Tenglar
Veldu leiktímabil
2016-17
2015-16
2014-15
2013-14
2012-13
2011-12
2010-11
2009-10
2008-09
2007-08
2006-07
-
Úrvalsdeild karla
-
Senda skilaboð
-
Vefur KA
-
Vefur Þór
-
Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri
28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri
22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan
Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U
35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR
34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan
Fréttir
Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar!
Aigars var mjög öflugur í dag ásamt Ásbirni
12. nóvember 2006 -
HBH skrifar
Akureyri lagði Stjörnuna (umfjöllun)
Það var tiltölulega vel mætt í Ásgarð í dag þrátt fyrir að HSÍ hafi tekið þá upplýstu ákvörðun að hafa leikinn á sama tíma og leik Arsenal og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni. Í ljósi úrslita beggja leikja sé ég hinsvegar alls ekki eftir vali mínu á leik.
Það voru heimamenn sem tóku forystuna strax í upphafi og komust fljótlega í 3-1 og síðan 5-2. Var þetta raunar forysta sem þeir áttu aldrei eftir að láta af hendi svo lengi sem leiklukkan gekk.Vörn Akureyrar virkaði frekar róleg í upphafi og sóknarleikurinn stirður, eins og maður er raunar orðinn vanur. Eftir að Hreiðar kom í markið fór þó örlítið að ganga betur, og náðu okkar menn að jafna metin í 8-8. Þá kom hreint út sagt skelfilegur leikkafli þar sem heimamenn settu 6 mörk í röð áður en Höddi náði að svara fyrir Akureyri. Staðan í hálfleik því 14-9 Stjörnunni í vil, og fátt sem benti til annars en maður myndu snúa sneyptur heim að leik loknum. Fyrri hálfleikur var ákaflega lélegur hjá okkar mönnum. Sóknarleikurinn var hugmyndasnauður og innkoma Ásbjörns í stöðunni 9-8 virkaði alls ekki sem skyldi. Þá hefur varnarleikurinn oft verið betri og nær allt lak inn sem gat lekið inn í mark okkar manna. Það var því fátt annað en fría kaffið sem boðið var uppá í hálfleik sem gaf ástæðu til bjartsýni.
Í síðari hálfleik var sú breyting gerð á Akureyrarliðinu að Ásbjörn var kominn í leikstjórnandann á kostnað Kuzmins, sem hafði ekki átt góðan leik. Fljótlega kom síðan Goran Gusic einnig inná. Það er skemmst frá því að segja að allt annað var að sjá til okkar manna í seinni hálfleik. Baráttan geislaði skyndilega af hverjum manni og hinn ungi Ásbjörn dreif sína menn áfram eins og þaulreyndur leikstjórnandi. Smá saman saxaði Akureyri á forskot heimamanna og þegar staðan var orðin 21-20 lék húsið á reiðiskjálfi. Stuðningsmenn Akureyrar sem töldu eina tvo tugi tóku við sér svo um munaði og sköpuðu mikla stemmingu seinustu mínúturnar. Fyrir gang þessara lokamínútna er bent á
Beinu Lýsinguna
, en undirritaður lifði sig alltof mikið inní leikinn til þess að muna slík smáatriði. Raddleysi er t.a.m. skemmtileg og jákvæð afleiðing leiksins. Til að gera langa sögu stutta steig gamli maðurinn Aigars Lazdins upp á lokamínútunum og fiskaði tvö víti, auk þess að drífa sína menn áfram í stórkostlegri vörn seinustu 10 mínúturnar. Hreiðar lokaði gersamlega markinu á þessum kafla og þegar lokaflautan hafði gollið skoraði Goran af öryggi úr vítakasti og kom þ.a.l. Akureyri yfir í fyrsta og eina skiptið í leiknum. Stórkostlegur sigur á þessum erfiða heimavelli.
Í ljósi sigursins mun ég ekki segja einn einasta neikvæða hlut um leik okkar manna í dag, þó margt hafi að sjálfsögðu mátt betur fara, og þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Hreiðar átti frábæran seinni hálfleik og Ásbjörn átti stórkostlega innkomu og er að stimpla sig inn sem lykilmaður í liðinu. Það eina sem kemur í veg fyrir að hann sé valinn maður leiksins er sú staðreynd að þegar mest á reyndi steig Aigars upp og tók af skarið og var að öðrum ólöstuðum sá sem tryggði okkar mönnum sigurinn. Frábær sigur sem setur okkar menn í fína stöðu í deildinni. Þá er bara að halda áfram á sömu braut!
Maður leiksins: Aigars Lazdins.
Fletta milli frétta
Til baka
Senda á Facebook
Umsjón og hönnun:
Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson