Fréttir
-
Leikir tímabilsins
-
Leikmenn
-
Stjórn
-
Saga og tölfræði
-
Höllin
-
Lagið
-
Myndir
-
Myndbönd
-
Tenglar
Veldu leiktímabil
2016-17
2015-16
2014-15
2013-14
2012-13
2011-12
2010-11
2009-10
2008-09
2007-08
2006-07
-
Úrvalsdeild karla
-
Senda skilaboð
-
Vefur KA
-
Vefur Þór
-
Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri
28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri
22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan
Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U
35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR
34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan
Fréttir
Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar!
Rúnar kom inn í vörnina eftir tæpt korter og breyttist vörnin mikið til hins betra
13. nóvember 2006 -
SÁ skrifar
Rúnar: Sætustu stig nýstofnaðs félags
Það var svo sannarlega ótrúlegur leikurinn í Ásgarði í gær og hreinlega einn sá mest spennandi sem maður hefur séð lengi. Rúnar Sigtryggsson var gríðar ánægður í leikslok þegar heimasíðan ræddi við hann en hann og strákarnir sýndu ótrúlegan karakter annan leikinn í röð. Við skulum kíkja á hvað Rúnar hafði að segja um leikinn.
SÁ: Rúnar, það voru 2 stig hérna í Ásgarði í dag!
Rúnar: Örugglega þau sætustu í sögu nýstofnaðs félags, ég get alveg sagt þér það. Þetta var frábært.
SÁ: Þið spiluðuð ekki vel í þessum leik...
Rúnar: Nei. Það er eins og menn þurfi bara að klikka einu sinni úr skoti að þá missi menn alla trú á að þeir geti skotið utan af velli eða hvernig sem það er. Það verður bara einn hnoðbolti úr. Alls ekki skemmtilegt að horfa á hann.
Svo kom Ásbjörn þarna inná og byrjaði mjög illa í fyrri hálfleik og Stjörnumenn stungu okkur af en Ási sýndi frábæran karakter hvernig hann kom þarna inn í seinni hálfleik. Hann var beðinn að taka sig saman í andlitinu og það sjaldan sem 18 ára strákar gera það eins og hann gerði í dag.
SÁ: Karakerinn í liðinu, hann var ótrúlegur í dag.
Rúnar: Já. Það er miklu auðveldara að vera með lið sem er með karakter alveg pottþéttan eins og þetta er orðið hérna heldur en lið sem spilar glæsilegan handbolta og engan karakter. Þetta er miklu skemmtilegra og við eigum bara fullt inni.
SÁ: Er liðið að komast á skrið í deildinni með þessum sigrum að undanförnu?
Rúnar: Eins og við töluðum um í morgun þá var þetta í okkar höndum hvort við myndum bjóða upp á toppleik á Akureyri næsta sunnudag (gegn HK) eða ekki og við stóðum við það sem við sögðum við sjálfa okkur. Nú vonumst við bara að það fjölmenni fólkið.
SÁ: Er að skapast góð stemmning í hópnum?
Rúnar: Það er stemmning og einhugur. Menn skjóta á hvorn annan og þetta er allt eins og það á að vera.
Við þökkum Rúnari kærlega fyrir og persónulega þakka ég honum innilega fyrir þá skemmtun og spennu sem hann og Akureyrararliðið bauð upp á í þessum leik.
Fletta milli frétta
Til baka
Senda á Facebook
Umsjón og hönnun:
Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson