Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri 28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri 22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan

Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U 35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR 34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan




    Fréttir                       Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar! 

Rúnar var frábær í dag










26. nóvember 2006 - SÁ skrifar 

Frábær sigur á Val (umfjöllun)

Það var boðið upp á ótrúlega skemmtun þegar topplið Vals mætti í KA-Heimilið í dag. Fjöldi fólks mætti á leikinn og studdi frábærlega við bakið á Akureyrarliðinu sem hreinlega skein af í dag. Akureyri mætti gríðarlega vel stemmt til leiks og leiddi 14-11 í hálfleik. Valsmenn komu til baka í seinni hálfleik og komust yfir 19-21 þegar um 9 mínútur voru eftir. Það voru hins vegar Akureyringar sem voru mun sterkari á lokamínútunum og unnu afar mikilvægan og góðan sigur 25-22.

Valsmenn komust í 0-2 en Akureyri kom strax til baka og skoraði næstu fjögur mörk. Valur kemur þá með góðan kafla og kemst 5-7 yfir, þeir fara svo í 6-8 stuttu síðar. Kemur Sveinbjörn þá inn í markið fyrir Hreiðar sem hafði ekki verið að verja nægilega vel. Segja má með sanni að með innkomu Sveinbjörns í markið hafi leikur liðsins farið nokkuð upp á við. Þá fór vörn Akureyrar úr því að vera mjög góð í það að vera frábær seinni hluta fyrri hálfleiks. Akureyri setti fimm mörk í röð og leiddu allt í einu 11-8. Liðin skiptust svo á að skora það sem eftir er og staðan 14-11 í hálfleik.

Akureyri skorar fyrsta markið í seinni hálfleik. Í stöðunni 15-11 vinna þeir svo boltann og gátu bætt enn meira við muninn. Þeim tekst það ekki og refsaði Valur vel fyrir það. Næstu fjögur mörk voru þeirra og staðan jöfn 15-15, þetta var orðinn hörkuspenna aftur. Næstu mínútur skiptust liðin á að skora upp í 19-19 en þá voru 11 mínútur eftir. Við þetta leyti var stemmningin orðinn gríðarleg og áhorfendur í KA-Heimilinu farnir að láta heyrast ótrúlega vel í sér.
Valur skorar næsta mark og staðan 19-20 en þá kom Hreiðar Levý inn í mark heimamanna og átti eftir að reynast gríðarlega þýðingarmikill. Fær þá Akureyri vítakast sem Goran klikkaði ótrúlegt en satt. Hinum megin skorar svo Baldvin úr vítakasti og var Nikolaj rekinn útaf í 2 mínútur. Fór þá um fólk í salnum sem gaf þó bara enn meira í og stemmningin orðin mun meiri en áður. Hreint ótrúlegt var að heyra lætin og taka þátt í þeim en það var nákvæmlega það sem kveikti í frábærri endurkomu Akureyrar í afar erfiðri stöðu manni fleiri. Valsmenn hreinlega fóru á taugum þegar kviknaði svo um munaði á bestu stuðningsmönnum landsins.

Magnús kemur Akureyri einu marki nær Valsmönnum með afar mikilvægu marki eftir gegnumbrot. Þá næst var ruðningur dæmdur á Valsmenn og Akureyri gat svo jafnað. Eftir að hafa reynt mikið fær Þorvaldur svo boltann á línunni og fiskar vítakast og tvær mínútur á einn Valsmanninn. Að þessu sinni brást Goran alls ekki og staðan jöfn 21-21 þegar 7 mínútur voru eftir af leiknum. Hinum megin ver Hreiðar og fiskar Goran svo víti þegar Akureyri hafði farið í sóknina. Goran skoraði svo af öryggi úr kastinu og Akureyringar komnir yfir.

Í þessari stöðu ærðist hreinlega allt í KA-Heimilinu og stemmningin orðin ótrúleg. Fannar jafnar þó fyrir Val í 22-22 og fimm mínútur eftir. Akureyri hafði hins vegar miklu stærra hjarta á lokamínútum leiksins. Eftir að heimamenn höfðu reynt mikið í sókninni kastar Aigars boltanum inn í teiginn á Jankovic sem svífur ótrúlega í loftinu og skorar svo glæsilegt sirkusmark. Akureyri fiskar svo ruðning þegar Valsmenn voru að hefja sína sókn og á hinum endanum kom Magnús með annað mikilvægt mark og staðan orðin 24-22. Valsmenn klikka svo enn og aftur í sókninni og skorar Aigars seinasta mark leiksins og vann Akureyri afar góðan sigur 25-22.

Enn og aftur sýni Akureyri ótrúlegan karakter og var það sá karakter sem vann leikinn fyrir liðið í dag. Liðið er manni færri og tveimur mörkum undir gegn toppliði deildarinanr þegar 9 mínútur en nær samt að vinna frábæran sigur. Frábær vörn er náttúrulega undirstaðan að þessum sigri en það að halda Val í 22 mörkum heilan leik segir alla söguna.

Hreiðar Levý var frábær eftir að hann kom aftur inná og á þeim 10 mínútum sem hann lék undir lok leiksins varði hann 7 af 9 skotum Valsmanna. Hann var hreinlega óstöðvandi. Á hinum endanum var það gríðarleg seigla sem stýrði liðinu framúr Val og til sigurs. Magnús klikkaði mikið í dag en þau tvö mörk sem hann skoraði í restina eru með þeim stærri og betri á hans ferli. Magnús átti mjög jákvæðan leik að mínu mati og þrátt fyrir að hann hafi klikkað 10 skotum var ég afar sáttur með hann. Maggi var á fullum krafti og var virkilega að reyna, þannig verður hann að vera en hann einfaldlega tók þau skot sem hann verður að taka. Í vörninni var hann svo góður
Enn og aftur var Aigars afar stór í restina en hann virðist leika best seinustu 10-15 mínútur leiksins. Seigla og útsjónarsemi þessa manns hafði ansi mikið að segja í endurkomunni miklu. Þjálfarinn Rúnar Sigtryggs fór mikinn í leiknum og stýrði vörn okkar manna frábærlega. Í sókninni var hann afar drjúgur og átti meðal annars 6 línusendingar. Þessir tveir reynslukallar voru afar mikilvægir í dag og í vörninni voru þeir frábærir. Hörður og Þorvaldur áttu góðan dag á línunni og í vörninni voru þeir griðar sterkir, sérstaklega Þorvaldur.
Andri átti öflugan fyrri hálfleik en hann virðist varla klikka utan af velli og er kominn aftur þessi kraftur í strákinn. Í hinu horninu gerði Nikolaj tvo frábær og afar mikilvæg sirkusmörk. Goran átti svo, líkt og Nikalaj, fínan leik og skoraði mikilvæg mörk en klikkaði þó tveimur vítaköstum sem er afar sjaldséð hjá honum þessa dagana. Goran skoraði þó 7 mörk úr vítum. Þá hafa Ásbjörn og Alex leikið betur en voru samt ekki slakir í dag.

Í heildina bara frábær sigur þar sem allir leikmenn liðsins stigu upp í restina og höfði þor og áræðni. Þannig verður þetta að vera. Leikmenn voru keyrðir áfram af áhorfendum sem voru klárlega áttundi leikmaðurinn inni á vellinum hjá Akureyri í dag. Skemmtunin sem þeim var boðin upp á var frábær en fátt er skemmtilegra en að sjá liðið sitt vinna topplið deildarinnar. Með spilamennsku sinni í dag sýndi Akureyri hvers það er megnugt og hvað það getur þegar liðið spilar á fullum krafti. Vissulega þarf að bæta nokkuð en liðið vann besta lið landsins í dag og vonandi að menn haldi áfram á sömu braut.

Maður leiksins: Rúnar Sigtryggsson. Stjórnar vörninni eins vel og hægt er og reyndist gríðarlega mikilvægur í sókninni.
Þrjú viðtöl og tölfræði er svo á leiðinni inn á síðuna eftir örskamma stund.
Fletta milli frétta Til baka    Senda á Facebook
Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson