Fréttir
-
Leikir tímabilsins
-
Leikmenn
-
Stjórn
-
Saga og tölfræði
-
Höllin
-
Lagið
-
Myndir
-
Myndbönd
-
Tenglar
Veldu leiktímabil
2016-17
2015-16
2014-15
2013-14
2012-13
2011-12
2010-11
2009-10
2008-09
2007-08
2006-07
-
Úrvalsdeild karla
-
Senda skilaboð
-
Vefur KA
-
Vefur Þór
-
Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri
28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri
22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan
Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U
35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR
34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan
Fréttir
Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar!
Menn Óskars náðu ekki í stig á erfiðaðsta útivelli landsins í dag
Mynd: Valur.is
26. nóvember 2006 -
SÁ skrifar
Óskar Bjarni: Vorum ekki nógu góðir
Eftir hinn magnaða sigur Akureyri á Val tók heimasíðan viðtal við Óskar Bjarna Óskarsson þjálfara Vals sem var uppi í stúku í dag vegna leikbanns. Óskar var ekkert alltof sáttur með spilamennsku sinna manna. Hér kemur viðtalið.
SÁ: Þú varst ekki á bekknum í dag, en hvernig fannst þér leikurinn?
Óskar: Þetta var kaflaskipt. Mér fannst við ekki nógu góðir í dag og það vantaði eitthvað upp á. Við vorum að gera mikið af tæknimistökum, vorum lélegir einum fleiri og fengum ekki hraðaupphlaup og hraðamiðju eins mikið og ég hafði vonað á móti Akureyri sem verður að vera. Að því leyti er erfitt að stilla upp á móti þeim en ég var ekki alveg sáttur og fannst vanta pínu neista hjá okkur.
SÁ: Hvað fannst þér muna mest á liðunum?
Óskar: Lykilatriði er náttúrulega að Hreiðar kemur með mjög góða innkomu inn í lokinn. Þegar það er spenna í lokinn er það oft markvarslan sem skiptir mjög miklu. Síðan fannst mér skipta miklu máli að þeir voru að spila vel einum færri og voru alltaf að enda með því að ná að skora þó að höndin væri kominn upp. Svo voru þeir einnig að nýta betur þá kafla sem þeir voru einum fleiri. Í deild sem er svona jöfn og spennandi skipta svona kaflar rosalega miklu máli; þá markvarsla og hraðaupphlaup, svo kaflarnir 5 á 6 og 6 á 5.
SÁ: Þið fáið tvö mörk á ykkur í restina eftir sirkus, hvað finnst þér um það?
Óskar: Við fengum svona mark á móti þeim líka seinast. Í fyrra skiptið voru Markús og Fannar reyndar að biðja dómarann um að stoppa tímann en það er engin afsökun. Svo í seinna skiptið, einu sinni er meira en nóg og það var mjög mikið rothögg.
SÁ: Fannst þér áhorfendurnir skipta máli í dag?
Óskar: Ég hefði viljað sjá aðeins fleiri og troðfullt hús. Leiðinlegt að vera með þetta þegar United-Chelsea er og það munaði um einhverja áhorfendur. Þetta er hin besta skemmtun og ég held að Akureyrarliðið sé það skemmtilegt núna í ár. Auðvitað hjálpar stemmningin en ég vil bara fleiri og þetta á að vera skemmtilegasti útivöllurinn að fara á. Ég á von á að það fari ekki mörg lið með tvö stig héðan.
Fletta milli frétta
Til baka
Senda á Facebook
Umsjón og hönnun:
Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson