Fréttir
-
Leikir tímabilsins
-
Leikmenn
-
Stjórn
-
Saga og tölfræði
-
Höllin
-
Lagið
-
Myndir
-
Myndbönd
-
Tenglar
Veldu leiktímabil
2016-17
2015-16
2014-15
2013-14
2012-13
2011-12
2010-11
2009-10
2008-09
2007-08
2006-07
-
Úrvalsdeild karla
-
Senda skilaboð
-
Vefur KA
-
Vefur Þór
-
Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri
28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri
22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan
Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U
35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR
34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan
Fréttir
Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar!
Hörður Fannar var öflugur gegn Fram
7. desember 2006 -
SÁ skrifar
Hörður Fannar svekktur með tapið
Heimasíðan talaði við Hörð Fannar Sigþórsson eftir leikinn gegn Fram en Hörður átti mjög fínan leik og skoraði 6 mörk, það nægði bara ekki til. Við ræddum við Hörð um leikinn og komandi átök. Kíkjum á hvað Höddi hafði að segja.
SÁ: Hörður, hvað viltu segja okkur um leikinn gegn Fram?
Hörður: Það var gríðarlega svekkjandi að tapa þessum leik. Við gerðum nánast allt sem við lögðum upp með fyrir leikinn og þetta var smá partur óheppni líka.
SÁ: Þið eruð kannski sjálfum ykkur verstir í þessum leik?
Hörður: Já, það koma þarna tveir kaflar sem við erum eiginlega með leikinn í hendi okkar, vorum komnir tveimur mörkum yfir. Svo klikkum við nokkrum færum sem hefðu getað byggt þetta ennþá meira upp.
SÁ: Hvað varstu ánægðastur með í dag hjá mannskapnum?
Hörður: Þegar við náðum að stilla upp í vörnina var hún gríðarlega sterk. Sóknarleikurinn er allur að koma til finnst mér og það er komið miklu meira flot á boltann eftir að Goran kemur inn í þetta í skyttuna. Sóknarleikurinn var bara miklu betri en í undanförnum leikjum.
SÁ: Gísli og Hafsteinn koma hingað og eiga áhugaverðan leik, hvað fannst þér um þá?
Hörður: Það voru alls ekkert þeir sem fóru með leikinn. Það er náttúrulega dýrt þegar þeir eru að dæma tvær mínútur fyrir lítið því það þýðir yfirleitt töpuð mörk.
SÁ: Það eru svo Haukar sem koma í heimsókn á sunnudaginn, hvernig leggst það í þig?
Hörður: Það leggst bara vel í mig. Nú verðum við að fara að rífa okkur upp af rassgatinu og sýna virkilega hvað við getum. Við verðum að klára þessa tvo leiki sem eftir eru í deildinni fyrir jól á fullum krafti.
SÁ: Þið getið núna einbeitt ykkur að deildinni. Telur þú að liðið eigi að geta barist á toppnum í lok tímabils?
Hörður: Ef við náum að klára þessa tvo leiki hérna á Akureyri fyrir jól þá ættum við að vera í ágætis málum.
Við þökkum Herði Fannari fyrir og minnum á næsta heimaleik sem er næsta sunnudag klukkan 16:00 við einmitt Hauka.
Fletta milli frétta
Til baka
Senda á Facebook
Umsjón og hönnun:
Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson