Fréttir
-
Leikir tímabilsins
-
Leikmenn
-
Stjórn
-
Saga og tölfræði
-
Höllin
-
Lagið
-
Myndir
-
Myndbönd
-
Tenglar
Veldu leiktímabil
2016-17
2015-16
2014-15
2013-14
2012-13
2011-12
2010-11
2009-10
2008-09
2007-08
2006-07
-
Úrvalsdeild karla
-
Senda skilaboð
-
Vefur KA
-
Vefur Þór
-
Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri
28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri
22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan
Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U
35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR
34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan
Fréttir
Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar!
Það var ótrúleg dómgæslan sem HSÍ bauð upp á í stórleik 8-liða úrslita SS-Bikarsins
7. desember 2006 -
SÁ skrifar
Bikarævintýri Akureyrar úti (umfjöllun)
Það fór fram stórleikur í KA-Heimilinu í gær þegar Fram kom og mætti Akureyri. Þrátt fyrir stærð leiksins voru áhorfendur ekki alveg nógu margir, þó þeir hafi ekki verið fáir, en það hlýtur að vera sökum þess hve illa leikurinn var auglýstur. Persónulega sá ég leikinn hvergi auglýstann nema á heimasíðu Akureyrar og er það mjög miður þegar leikurinn er jafn mikilvægur og þetta. Stuðningurinn og áhorfendur geta hreinlega unnið leiki fyrir lið og sannaðist það gríðar vel á seinasta heimaleik gegn Val, þess vegna var ótrúlegt að ekki var reynt að fá fleiri til að hjálpa Akureyri yfir þessa erfiðu þrekraun.
Leikurinn sjálfur var æsispennandi lengst af og ansi kaflaskiptur. Akureyri leiddi 15-14 í hálfleik en í seinni hálfleik voru Framarar sterkari og unnu 30-31 sigur eftir að hafa leitt með mest fjórum mörkum.
Framarar skoruðu fyrsta markið og höfðu frumkvæðið framan af. Þeir leiða 3-6 en þá fer Akureyri að bíta betur frá sér. Með góðum kafla nær Akureyri að jafna í 7-7 og komast svo 10-8 yfir. Þarna var Rúnar Sigtryggs kominn í vörn Akureyrar sem fór að ganga mikið betur en á upphafsmínútunum og kveikti það lífið í sókninni. Fram jafnar í 10-10 en í stöðunni 11-11 kemur annað áhlaup frá Akureyri og staðan allt í einu orðin 14-11 þegar fimm mínútur voru eftir af hálfleiknum. Framarar ljúka hálfleiknum hins vegar betur og staðan 15-14 fyrir Akureyri í hálfleik.
Framarar byrjuðu seinni hálfleikinn eins og þeir luku þeim fyrri en þeir komast strax í 15-17. Þeir bæta svo enn við muninn og fara í 16-19. Kemur þá góður kafli hjá Akureyri og komast þeir yfir tveimur mörkum 22-20 og leiða svo aftur í 23-21. Kaflaskiptin héldu þá áfram og Fram kemst strax yfir en þeir skoruðu næstu fjögur mörk leiksins, 23-25. Þegar átta mínútur lifðu leik var staðan svo orðin afar svört fyrir Akureyri en þá leiddu Framarar 24-28. Akureyri var öflugra á lokamínútunum en það var of lítið og lokatölur 30-31 sigur Fram.
Þessi endalausu kaflaskipti eru í raun saga þessa leiks og ein aðalástæða þess að Akureyri tapaði þessum leik. Liðið spilar vel í ákveðinn tíma en dettur svo niður þess á milli. Vörnin var mjög góð lang mestan part leiksins en það verður að segjast að bak við hana fengum við bara hreinlega ekki nógu mörg varin skot. Hreiðar Levý ver til dæmis ekki blöðru á þeim rúmu 15 mínútum sem hann lék. Sveinbjörn var mikið betri og með betri markvörslu en hún hefði mátt vera stöðugri og meiri.
Sóknarleikurinn datt út og inn en menn voru sjálfum sér eiginlega verstir í leiknum. Með því að klikka heilum 4 vítum þá erum við nánast að grafa okkar eigin gröf. Þá voru glataðir boltar of margir og að lokum klikkaði liðið óafsakanlega dauðafærum á seinustu mínútum. Það ásamt óstöðugleika í heildina var það sem varð liðinu að falli í gær. Menn voru virkilega að reyna og lögðu sig fram, það var ekki það. Ég held meira að segja að menn hafi haft trú á verkefninu, sem er náttúrulega algjör undirstaða, en það bara nægði því miður ekki í gær.
Að lokum ætla ég að fara í eitt sem ég hef ekki skrifað um nema einu sinni á þeim rúmu tveimur árum sem ég hef ritað um handknattleik, eða dómara leiksins. Gísli og Hafsteinn dæmdu leikinn og verri dómgæslu hef ég sjaldan eða hreinlega aldrei séð. Það er hreinlega ósættanlegt að fá jafn lélega dómgæslu í jafn stórum leik og þessum, en bæði lið sem og áhorfendur eiga skilið mikið betra. Þeir dómarar fóru ekki eftir einni einustu línu allar 60 mínúturnar og það sem var víti í einni sókninni var ruðningur í þeirri næstu en maður vissi aldrei hvar maður hafði þá. Með þessu er ég alls ekki að kenna þeim um tap Akureyrar, það sem ég tel vera aðal aðstæður þess eru hér að ofan.
Það sem Gísli og Hafsteinn gerðu í gærkvöldi var eitthvað sem á ekki að sjást en þeir hreinlega eyðilögðu heilan handboltaleik og gerðu annars frábæra skemmtun að einhverju allt öðru. Sjálfur lifi ég mig yfirleitt vel inn í leikina og þyki það hvað skemmtilegasti hlutinn af þessu. Gísli og Hafsteinn sáu til þess að þegar 20-25 mínútur voru eftir, af þessum stærsta leik tímabilsins til þessa, var ég búinn í raun að missa allan áhuga á leiknum - svo léleg var frammistaða þeirra í gær. Með þessu er ég ekkert að segja að það hafi hallað á Akureyri því vitleysan var alls ráðandi, alls staðar. Það er hins vegar langt frá því að vera það samræmi sem maður biður um því að vitleysan á ekki að vera jöfn, dómgæslan á að vera það.
Það verður svo að segjast í framhaldi af þessu að slakar frammistöður dómara eru engin ný sannindi í handknattleik á Íslandi í dag. Eftir nánast hvern einasta leik er talað um það sama; að dómararnir hafi eyðilagt leikinn og engin lína eða samræmi hafi verið í dómgæslu þeirra. Þessi þróun er langt frá því að vera góð og ef hún batnar ekki er íslenskur handknattleikur ekki í góðum málum á komandi árum.
Að lokum vil ég minna fólk á annan ansi merkilegan og mikilvægan leik hjá Akureyri í KA-Heimilinu. Sá leikur er á sunnudaginn gegn Haukum klukkan 16:00 en það ætti að verða topp handboltaskemmtun. Ætli Akureyri að vera með í toppbaráttunni í vetur verður liðið að fá stuðning og bið ég fólk um að mæta og styðja okkar lið.
Stefán Árnason
Fletta milli frétta
Til baka
Senda á Facebook
Umsjón og hönnun:
Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson