Fréttir
-
Leikir tímabilsins
-
Leikmenn
-
Stjórn
-
Saga og tölfræði
-
Höllin
-
Lagið
-
Myndir
-
Myndbönd
-
Tenglar
Veldu leiktímabil
2016-17
2015-16
2014-15
2013-14
2012-13
2011-12
2010-11
2009-10
2008-09
2007-08
2006-07
-
Úrvalsdeild karla
-
Senda skilaboð
-
Vefur KA
-
Vefur Þór
-
Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri
28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri
22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan
Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U
35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR
34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan
Fréttir
Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar!
Akureyri fer inn í jólafríið með sigur
16. desember 2006 -
HBH skrifar
Akureyri vann Fram (umfjöllun)
Það var mér sérstakt ánægjuefni þegar Stefán Árnason bað mig um að skrifa pistil um heimaleik Akureyrar vegna fjarveru sinnar af landinu. Var ég algerlega sannfærður um að nú fengi ég að skrifa sigurpistil, en þeir hafa oftar en ekki verið af skornum skammti sunnan heiðar. Skemmst er frá því að segja að ég varð ekki fyrir vonbrigðum.
Leikurinn fór rólega af stað en Hreiðar Levý hóf leikinn í marki Akureyrar, en þeir Andri, Magnús, Höddi, Rúnar, Kuzmin og Goran stóðu vaktina í vörninni fyrir framan hann. Nikolaj kom síðan inní sóknarleikinn á kostnað þjálfarans. Jafnt var á öllum tölum þar til staðan var 5-5, en þó komu þrjú Fram mörk í röð, og staðan var síðarn orðin 6-10 Frömmörum í vil og síðar 8-12. Spilamennska Akureyrar var ákaflega ráðleysisleg á þessum kafla, og fór m.a. leikkafli þar sem við vorum tveimur fleiri, 1-1.
Rúnar var kominn inn í sóknarleikinn á þessum tíma í stað Magnúsar sem hafði ekki byrjað leikinn vel. Þjálfarinn átti fína innkoma í þetta skiptið og hefur aldrei spilað sóknarleikinn jafnvel svo undirritaður hefur séð. Hann skipti sér hinsvegar aftur útaf fyrir Magnús eftir um 10 mínútna leik, og endaði Maggi fyrri hálfleikinn á 3 góðum sleggjum í áhlaupi okkar manna, sem varð til þess að hálfleiksstaðan var jöfn, 16-16. Bubbi hafði síðan komið í markið í kringum 20. mínútu, þrátt fyrir að Hreiðar hafði staðið sig ágætlega, en hann var með 8 bolta er honum var skipt útaf. Segja má að Akureyringar hafi verið nokkuð heppnir með hálfleiksstöðuna, en Fram liðið virkaði heilt yfir sterkara.
Maður var því ekkert sérstaklega bjartsýnn í upphafi seinni hálfleiks, en Magnús nokkur Stefánsson var ekki lengi að lækna þá svartsýni hjá manni. Hann hóf seinni hálfleikinn á svipuðum nótum og hann endaði þann fyrri, með þrem sleggjum. Bubbi hélt stöðu sinni í markinu og byrjaði seinni hálfleik vel, sérstaklega var skemmtilegt að sjá hann taka fyrsta skot Framliðsins í hálfleiknum með munninn stúfullan af forláta banana sem hann hafði rétt lokið við að troða í sig, enda verður drengurinn seint sakaður um matvendi.
Akureyringar spiluðu margfalt betur en Framliðið, sem virkaði hálf vankað og ráðleysislegt. Sérstaklega var hinn lunkni leikstjórnandi Sigfús langt frá sínu besta. Þrátt fyrir þetta tókst Akureyringum ekki að hrista Framliðið af sér, og skrifast það fyrst á fremst á fjölmörg klúður á dauðafærum. Þegar seinni hálfleikur var rúmlega hálfnaður kemst síðan Framliðið yfir, í 24-25.
Þá varð hinsvegar mikill viðsnúningur í leiknum og kom þar aðallega tvennt til. Í fyrsta lagi var Hreiðar mættur aftur í markið og sló þar öllu gersamlega í lás, og í öðru lagi var Aigars nokkur Lazdins mættur í sóknarleikinn. Aigars hafði ekkert spilað í leiknum, en líkt og gegn Stjörnunni fyrr í vetur steig hann upp þegar mest á reyndi, og spilaði hreint út sagt frábærlega. Þá var Hörður Fannar ískaldur á vítalínunni með 100% nýtingu, en slíkt er ákaflega mikilvægt á köflum sem þessum. Þetta gerði það einfaldlega að verkum að Akureyri stakk algerlega af, og sigraði af öryggi, 33-28.
Athygli vakti gífurlega óíþróttamannsleg framkoma Jóhanns Gunnars Einarssonar leikmanns Frams, en lét sig ítrekað falla í gólfið og tók um andlit sér, þegar öllum mátti vera ljóst að hendur varnarmanna Akureyrar voru hvergi nærri andliti hans. Ljótt var að sjá dómarana falla í gildruna í eitt sinn, en það er alveg á hreinu að slíkir tilburðir eiga heima á stóra sviðinu í Þjóðleikhúsinu, ekki í KA-heimilinu. Að þessu slepptu var um stórkostlega skemmtun að ræða, frábæran handboltaleik og stórgóða jólagjöf til stuðningsmanna liðsins. Ég óska liðinu til hamingju með 3. sætið fyrir jól, og bið leikmenn um að ganga hægt um gleðinnar dyr á jólahófinu nú í kvöld.
Maður leiksins: Hreiðar Levý Guðmundsson
Fletta milli frétta
Til baka
Senda á Facebook
Umsjón og hönnun:
Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson