Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri 28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri 22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan

Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U 35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR 34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan




    Fréttir                       Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar! 

Sveinbjörn og Ásbjörn eru á landsliðsæfingum ásamt Hákoni



20. desember 2006 - SH skrifar

Þrír Akureyringar í U-19 landsliði Íslands

Þrír leikmenn Akureyrar voru valdir í landslið 19 ára og yngri sem tekur þátt í árlegu móti í Þýskalandi á milli jóla og nýárs, Hela Cup. Það eru þeir Sveinbjörn Pétursson markvörður og útileikmennirnir Ásbjörn Friðriksson og Hákon Stefánsson. Liðið hóf æfingar í gær í Reykjavík en mótið fer fram 27. til 29. desember.

Fjórði Akureyringurinn sem að öllu eðlilegu hefði verið í hópnum, Heiðar Þór Aðalsteinsson, getur ekki verið með að þessu sinni vegna bakmeiðslanna sem hafa hrjáð hann undanfarið. Heiðar er nýbyrjaður að leika á ný með liði Akureyrar, en þar sem landsliðið æfir stíft alla þessa viku og æfir daglega í Þýskalandi auk þess að leika þrjá daga í röð, var það sameiginleg ákvörðun hans og þjálfarans, Heimis Ríkharðssonar, að Heiðar Þór fengi frí að þessu sinni.

Landsliðið keppir á milli jóla og nýárs á Hela Cup mótinu í Þýskalandi. 27. desember klukkan 18:00 mætir liðið Þjóðverjum og daginn eftir er leikur við Pólverja klukkan 13:40 og loks leikið við Sviss klukkan 16:00.
Þann 29. desember verður svo krossspil og úrslitaleikir.
Heimasíðan óskar drengjunum til hamingju með landsliðssætin.
Fletta milli frétta Til baka    Senda á Facebook
Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson