Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri 28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri 22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan

Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U 35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR 34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan




    Fréttir                       Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar! 

Ester var maður leiksins í dag

14. janúar 2007 - SMS skrifar 

Fyrsta stig vetrarins í hús hjá kvennaliðinu!

Fullt af fólki var mætt í KA-heimilið á þessum fína laugardegi. Dómarar leiksins voru Vilbergur og Brynjar og stóðu þeir sig með prýði utan við ein og ein mistök. Áhorfendur voru í kringum 100. Stelpurnar byrjuðu leikinn af krafti og unnu fyrsta bolta í vörn og skoruðu úr hraðaupphlaupi eftir 30 sekúndur og þar var að verki Ester Óskarsdóttir sem átti magnaðan leik gegn sínu gamla félagi. Byrjunarliðið var nokkuð hefðbundið hjá okkar liði en þar voru Lilja, Erla og Ester fyrir utan, Steina og Emma í hornunum og Guðrún á línunni, Sibba stóð vaktina í markinu.

ÍBV voru fljótar að svara með 2 mörkum en þá fór vissulega stress að einkenna liðin, bæði lið voru að glata boltum í hraðaupphlaupum og missa boltann á ótrúlegan hátt í sókninni. Næsta Akureyrar mark lét aðeins standa á sér en það kom ekki að sök þar sem ÍBV var ekki að finna taktinn í sókninni gegn sterkri 6-0 vörn Akureyrar. Guðrún jafnar leikinn 2-2 af línunni. Akureyri kemst yfir 3-2 og heldur þeirri forystu út nær allan leikinn. Akureyri var að klúðra dauðafærum í byrjun leiks, og gekk Guðrúnu Tryggvadóttur erfiðlega að koma boltanum framhjá Jovanovic í marki ÍBV. Það eina sem var að opnast hjá Akureyri voru hornin, og nýtti ÍBV sér það. Akureyri átti mjög góðan kafla undir lok fyrri hálfleiks, stelpurnar lentu 9-10 undir en komust í 13-9 en ÍBV fljótar til baka og minnka muninn í 13-12. Það var gaman að sjá að Akureyri var að fá hraðaupphlaup, en í fyrri hálfleik skoruðu þær 5 mörk af 13 úr hraðaupphlaupum.

Fyrri hálfleikur einkenndist af slakri spilamennsku ÍBV og lið Akureyrar var að nýta sér það til fulls.

Akureyri byrjaði með boltann í seinni hálfleik en missti boltanum, ÍBV hinsvegar missir hann strax á móti og Ester Óskarsdóttir skoraði strax úr hraðaupphlaupi, 14-12. Glæsileg byrjun á þessum hálfleik. Akureyri hélt áfram sínu striki var enn yfir 16-15. En þá kom slæmur kafli hjá Akureyri og hélt maður að ÍBV ætlaði að klára leikinn eftir að ÍBV breytti stöðunni í 16-19. En Akureyri voru snöggar að koma til baka og jafna í 19-19. Þar með var komin góð stemmning í húsið. Á þessum tímapunkti voru 15 mínútur eftir af leiknum og greinilegt að bæði lið ætluðu að leggja allt í sölurnar fyrir stigin tvö. Liðin skiptust á að taka forystu þar til staðan var orðin 22-22. Þá var mjög lítið eftir af leiknum og lítið hafði verið skorað síðustu mínútur, Sibba var að verja vel í markinu okkar megin eins og Jovanovic í markinu hinu megin. Akureyri náði forystunni 23-22 með góðu marki. Þá tók ÍBV leikhlé og er 3 mínútur voru eftir af leiknum. ÍBV fór í sókn, tóku sér góðan tíma en misstu boltanum. Þá hefði ég ráðlagt Akureyri að taka langa sókn enda bara ein og hálf mínúta eftir af leiknum en þá kom ótímabært skot fyrir utan sem Jovanovic varði, ÍBV fór í sókn og Ester Óskarsdóttir fékk tveggja mínútna brottvísun á óskiljanlegan hátt, en dómararnir sögðu að hún hafi farið í andlitið á leikmanni ÍBV. Það var ljóst að Akureyri yrði einum færri það sem eftir lifði leiks. Spennan í húsinu var áþreifanleg enda yrði það nú saga til næsta bæjar ef Akureyri næði sínum fyrstu 2 stigum í vetur gegn Íslandsmeisturum ÍBV. ÍBV skorar einum fleiri 23-23 og hálf mínúta eftir. Akureyri tók leikhlé þegar 17 sekúndur voru eftir og freistuðu þess að geta skorað sigurmarkið en það gekk ekki og leikar enduðu 23-23. Glæsilegt hjá Akureyri að taka sitt fyrsta stig í vetur gegn Íslandsmeisturum ÍBV.

Akureyri spilaði fyrri hálfleikinn sérstaklega vel og héldu skyttum ÍBV niðri. Seinni hálfleikurinn var aðeins slakari en stelpurnar sýndu á sér nýja hlið og mikinn karakter með því að koma til baka úr stöðunni 16-19 og koma sér aftur inn í leikinn, þær hefðu fyllilega átt skilið að taka 2 stig úr leiknum. Þær geta einnig verið stoltar hver og ein einasta fyrir sinn leik þann daginn og ná vonandi að halda þessu striki og klára næsta leik sem er 6. febrúar gegn Stjörnunni á heimavelli.

Markahæstar í liði Akureyrar voru: Ester Óskarsdóttir með 9 mörk, 1 úr víti úr 16 skotum. Næstar komu Erla Hleiður 4/12, Emma 3/6, Guðrún 3/8, Þórsteina 2/5, Auður 1/3 og Lilja 1/6. Sibba var með 15 varða bolta í markinu og stóð sig vel.

Liðið hefur bætt sig mikið frá síðasta leik og hefur ótímabærum skotum og glötuðum boltum fækkað gífurlega.

Maður leiksins: Ester Óskarsdóttir, hún skoraði 9 mörk, var alltaf fyrst í hraðaupphlaup og stóð sig frábærlega.
Fletta milli frétta Til baka    Senda á Facebook
Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson