 Hreiðar fyrir landsleik gegn Dönum
| | 24. maí 2007 - ÁS skrifar
Hreiðar Levý verður áfram hjá AkureyriNú á dögunum skrifaði landsliðsmarkvörður Íslands, Hreiðar Levý Guðmundsson, undir 3 ára samning við Akureyri Handboltafélag með uppsagnarákvæði eftir 2 ár. Þetta eru frábærar fréttir fyrir klúbbinn enda er Hreiðar virkilega öflugur leikmaður. Erlend félög spurðust fyrir um Hreiðar en hann ákvað að vera áfram á Akureyri.
Hreiðar varði 223 skot á nýliðnu tímabili í 20 leikjum, prósentan á vörslunni hjá honum var 37%.
Heimasíðan óskar bæði Akureyri og Hreiðari til hamingju með samninginn. |