Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri 28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri 22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan

Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U 35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR 34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan




    Fréttir                       Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar! 

Nýtt merki efstu deildar handboltans

11. september 2007 - Akureyri Handboltafélag skrifar

Spá fyrirliða og forráðamanna

Forráðmenn meistaraflokka karla og kvenna komu saman í hádeginu í dag til skrafs og ráðagerða. Hin árlega spá forráðamanna var gerð opinber og ef marka má hana þá munu stelpurnar okkar verma botnsæti N1 deildarinnar en strákarnir verða í sjötta sæti af átta liðum og forðast þar með fallið en naumlega þó.

Stjörnunni er spáð nokkuð öruggum sigri bæði í karla og kvennaflokki og FH er spáð sigri í 1.deild karla en þeir sigruðu einmitt Kaffi Akureyrarmótið um síðustu helgi. Það mun svo koma í hlut Aftureldingar og Eyjamanna að falla niður í 1. deild í karlaflokki reynist forráðamennirnir sannspáir.

Heimasíðan náði í skottið á þjálfurum liðanna, þeim Rúnari Sigtryggssyni og Jónatan Magnússyni. Um spána fyrir karlana voru þeir félagar nokkuð sammála um hún væri nokkurn vegin eftir bókinni og eins og við var að búast. Jónatan var þó nokkuð efins um að spáin á toppi deildarinnar myndi ganga eftir.

Það var fátt sem kom Rúnari á óvart en hann er þó sannfærður um að Akureyrarliðið muni sýna fram á að meira búi í liðinu en svo að fimm önnur lið muni hala fleiri stig í hús í vetur.

Um gengi kvennaliðsins sagði Jónatan að spáin þar kæmi sér heldur ekki á óvart. Jonni sagði markmið vetrarins að gera betur en í fyrra þegar liðið krækti aðeins í þrjú stig og að koma sér með því nærri miðri deild.

Spána í heild má sjá hér að neðan:

Í N1 deild kvenna er spáin þannig, mest hægt að fá 270 stig:

1. Stjarnan 254
2. Haukar 227
3. Valur 218
4. Grótta 211
5. Fram 151
6. HK 147
7. FH 95
8. Fylkir 93
9. Akureyri 62

Í N1 deild karla er spáin þannig, mest hægt að fá 240 stig:

1. Stjarnan 231
2. Valur 206
3.-4. HK 169
3.-4. Haukar 169
5. Fram 167
6. Akureyri 129
7. Afturelding 92
8. ÍBV 85

Í 1. deild karla er því spáð að FH og ÍR vinni sig upp í úrvalsdeildina en niðurstaðan þar var þessi:

1. FH 194
2. ÍR 184
3. Víkingur 170
4. Selfoss 142
5. Grótta 132
6. Haukar2 108
7. Þróttur/Fylkir 99

Tekið af mbl.is
Fletta milli frétta Til baka    Senda á Facebook
Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson