Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri 28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri 22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan

Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U 35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR 34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan




    Fréttir                       Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar! 

Sendum góða strauma til strákanna

15. september 2007 - Akureyri Handboltafélag skrifar

Baráttan hefst í Mosfellsbæ

Þá byrjar ballið! Fyrsti leikur Akureyrarliðsins í karlaflokki er í dag í Mosfellsbæ þar sem við mætum Aftureldingu. Okkar menn mæta galvaskir til leiks. Liðið varð í öðru sæti á opna Reykjavíkurmótinu um daginn en segja má að liðið hafi fengið skell með frammistöðunni á Kaffi Akureyrarmótinu um síðustu helgi. Liðið sigraði að vísu ÍR en gerði jafntefli við FH og frammistaðan var alls ekki nógu góð. ÍR og FH eru bæði í 2. deild Íslandsmótsins.

Mosfellingar eru nýliðar í deildinni, komu upp ásamt ÍBV í vor og fróðlegt verður að sjá hvernig þeim vegnar í vetur.

Því miður eru allar horfur á að okkur takist ekki að halda úti beinni lýsingu frá leiknum í dag.

Fyrstu leikir N1 deildar fóru fram í gærkvöldi og voru úrslitin athyglisverð. Íslandsmeistaraefni Stjörnunnar, sem hafa styrkt lið sitt mikið í sumar, unnu nauman sigur á HK 26:25 í Kópavogi og í Íslandsmeistarar Vals urðu að sætta sig við tap í fyrsta leiknum í Vodafone höllinni. Haukar mættu í heimsókn undir stjórn nýs þjálfara, Arons Kristjánssonar, og sigruðu með þriggja marka mun, 23:20.
Fletta milli frétta Til baka    Senda á Facebook
Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson