Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri 28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri 22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan

Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U 35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR 34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan




    Fréttir                       Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar! 

Einar Loga dreymir um frama í fjölmiðlaheiminum





22. desember 2007 - SJ skrifar

Handboltamenn í Háskólanum á Akureyri - Einar Logi

Þrír leikmenn karlaliðs Akureyrar handboltafélags, þeir Andri Snær Stefánsson, Einar Logi Friðjónsson og Magnús Stefánsson eiga það sameiginlegt að auðga hugann í Háskólanum á Akureyri. Hjalti Þór Hreinsson ræddi nýverið við þá félaga og birtist greinin í jólablaði Vikudags, við fengum góðfúslegt leyfi þeirra til að birta viðtölin hér á vefnum. Kynnumst hér lítillega Einari Loga Friðjónssyni, nemanda á 1. ári í Fjölmiðlafræði.

Fæðingardagur: 15. febrúar 1983
Staða: Hægri skytta

Einar Logi er óðum að sýna sitt rétta form sem kom honum í atvinnumennsku í Þýskalandi árið 2004. Hann lék þar með Friesenheim í tvö ár áður en hann gekk í raðir Emsdetten þar sem hann dvaldi í hálft ár. Hann er nú sestur að á Akureyri með kærustu sinni Önnu Teresu Morales, sem spilar með kvennaliði Akureyrar, en saman eignuðust þau nýverið sitt fyrsta barn, myndarsoninn Óskar Arnór.

Um námið: Mér líkar námið mjög vel og fjölmiðlafræðin leggst vel í mig. Eins og margir hafa haft orð á er maður nú að koma sér yfir þessa fyrstu önn og fyrsta ár sem ku vera erfiðasti hjallinn til að yfirstíga. Mig langaði mikið til að læra á þetta og þetta er brautin sem ég stefni á í framtíðinni, mig langar að stíga inn í vit þeirra ævintýra sem bjóðast í fjölmiðlaheiminum, hvort sem það sé í blaðamennsku, í sjónvarpi eða annað.

Um gengi liðsins í vetur: Við byrjuðum þetta vel í vetur en svo koma alltaf þessir leikkaflar þar sem við dettum niður. Það er ekki spurning að það býr meira í liðinu, við þurfum bara að virkja alla. Ég hef til dæmis ekki verið að spila eins og ég á best af mér að geta, þó svo að þetta sé að koma hjá mér. Það vantar smá stöðugleika í þetta hjá okkur. Við þurfum að ná að halda haus og spila vel allan leikinn en ekki bara kannski tvo þriðju af honum, við þurfum að útrýma þessum slæmu köflum..

Um Þýskalandsævintýrið: Þetta var mjög góð lífsreynsla fyrir mig, að flytja að heiman ungur og læra að standa á eigin fótum. Ég lærði mjög mikið á þessu, bæði handboltalega séð og auðvitað þýskuna sjálfa svo og bara um lífið almennt. Mig langar til þess að fara út aftur en fyrst þarf maður að standa sig vel hérna heima. Það er mjög gott að vera kominn aftur þrátt fyrir að maður vilji auðvitað alltaf komast í atvinnumennsku aftur..

Um fjölskyldulífið: Það gengur bara mjög vel, þetta er stórglæsilegt allt saman. Föðurhlutverkið er rosalega skemmtilegt og þetta er ótrúleg reynsla. Þetta er rosalega gaman og að mörgu leiti erfiðara en ég bjóst við. Svefninn hefur minnkað á næturnar en ánægjan eykst í staðinn.



Sjá vef Háskólans á Akureyri
Fletta milli frétta Til baka    Senda á Facebook
Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson