Björn Óli hafði nóg að gera í Noregi spilaði með báðum liðunum
| | 26. janúar 2008 - Akureyri handboltafélag skrifarFín frammistaða okkar manna í NoregiÍ dag lauk Nordic Club Open mótinu úti í Elverum. Eftir gærdaginn voru öll liðin jöfn, Elverum vann Akureyri, GUIF vann Elverum og Akureyri vann GUIF. Svipað var uppi á teningnum í dag samkvæmt fréttum á heimasíðu Elverum nema hvað í dag snerist allt við. Akureyri vann Elverum 21-19 í jöfnum leik, Elverum vann GUIF 15-14 og GUIF sigraði loks okkar menn 21-19 og skoruðu GUIF menn síðasta mark leiksins úr vítakasti.
Mótinu lauk sem sagt þannig að öll liðin urðu jöfn að stigum en markatala GUIF er hagstæðust vegna stórsigurs þeirra á Elverum, sem jafnframt hafa lökustu markatöluna. Þess ber að geta að Goran Gusic og Nikolaj Jankovic fóru ekki til Noregs vegna vinnu sinnar hér heima.
Nú bíðum við bara eftir pistli frá strákunum sjálfum en á morgun, sunnudag munu þeir fylgjast með úrslitaleikjunum á EM, gaman hjá þeim.
|