Eiríkur og Einar Logi taka út bann í næstu leikjum
| | 27. febrúar 2008 - Akureyri handboltafélag skrifarTveir leikmenn Akureyrar dæmdir í leikbannÁ fundi aganefndar HSÍ í dag voru tveir leikmenn Akureyrar dæmdir í leikbann. Einar Logi Friðjónsson fékk eins leiks bann fyrir rauða spjaldið sem hann fékk í leiknum gegn Haukum þann 21. febrúar. Það er því ljóst að Einar Logi missir af útileiknum gegn Val þann 8. mars næstkomandi.
Þá var Eiríkur Jónasson dæmdur í tveggja leikja bann fyrir rautt spjald sem hann fékk í leik 2. flokks gegn HK um síðustu helgi. Aganefnd vísar í máli Eiríks í grein 8.5.1. b) lið en Eiríkur vissulega hindraði leikmenn HK í að taka hraða miðju undir lok leiksins en að þar hafi verið um gróft brot að ræða er verulega umdeilanlegt. Það er allavega ljóst að Eiríkur mun missa af bikarúrslitaleik 2. flokks næstkomandi sunnudag fyrir vikið.
Annars er grein 8.5 í reglugerð aganefndar HSÍ svohljóðandi:
8.5. Viðurlög við brotum. 8.5.1. a) 1 leikur í bann: - útilokun vegna brota er stofna heilsu mótherja í hættu, (16:6,c)
- útilokun vegna grófrar óíþróttamannslegrar framkomu leikmanns eða starfsmanns,(16:6,d sbr. 16:8, 4. mgr. sbr. 17:11)
- útilokun vegna óíþróttamannslegrar hegðunar starfsmanns eftir að einn hefur fengið 2 mínútna brottvísun samkvæmt reglu 16:3d (8:4), (17:6,b)
- Endurtekna óíþróttamannslega framkomu, (skýrsla dómara)
b) 2 leikir í bann fyrir: - grófa óíþróttamannslega hegðun gagnvart leikmönnum, áhorfendum, dómurum eða öðrum starfsmönnum á keppnisstað, sem leiðir til útlokunar, (16 :13 sbr skýringu við leikreglur 6 a)
- brjóti leikmaður gróflega af sér á síðustu mínútu leiks í þeim tilgangi að hafa áhrif á úrslit leiks.
- Grófa endurtekna óíþróttamannslega framkomu, (skýrsla dómara)
c) 3 leikir í bann fyrir: - brottvikningu, (16:9 sbr. 8:7)
d) 4 leikir í bann fyrir: - ofbeldi utan vallar, fyrir, eftir og meðan á leik stendur, (16:6e,f, sbr. 8,7 og 16:8, 4 mgr.)
e) Tímabundið leikbann. - brot sem falla undir gr. 8.5.4.
|