Þórsteina lét að sér kveða í leiknum með 9 mörk og Auður með 6
| | 20. apríl 2008 - Akureyri handboltafélag skrifarHK lagði Akureyri í N1-deild kvennaAkureyri og HK áttust við í KA-heimilinu í N1-deild kvenna í handbolta í dag. Fyrirfram var búist við erfiðum leik hjá Akureyri enda liðið búið að eiga erfitt uppdráttar í vetur og situr í neðsta sæti deildarinnar án stiga eftir 22 leiki.
Fyrri hálfleikur var ágætur hjá heimastúlkum en HK leiddi þrátt fyrir það 16-11 í hálfleik. Lengi framan af síðari hálfleik lék Akureyri ágætlega og náðu meðal annars að minnka munin í þrjú mörk á tímabili.
Seinni hluta síðari hálfleiks gaf liðið hins vegar eftir og smám saman jókst forysta HK. Áður en yfir lauk var hún orðin 12 mörk og lokatölur 37-25. Textinn hér að ofan er fenginn hjá Vikudegi.
Markaskorar Akureyrar voru: Þórsteina 9, Auður 6, Emma 3, Arna og Ester 2 hvor, Anna, Lilja og Unnur 1 mark hver.
Í markinu varði Emelía fjögur skot, þar af eitt víti og Lovísa varði sex skot.
|