Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri 28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri 22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan

Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U 35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR 34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan




    Fréttir                       Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar! 

Hafþór var í góðum gír í morgun

30. ágúst 2008 - Akureyri handboltafélag skrifar

Akureyri leikur um 3. sæti á Reykjavík Open í dag

Í morgun voru undanúrslitaleikirnir á Reykjavík Open mótinu og mættust Akureyri og HK í fyrsta leik klukkan 8:00. Það varð hörkuleikur sem endaði með þriggja marka sigri HK. Það bar til tíðinda í leiknum að Rúnar Sigtryggsson fékk að líta rauða spjaldið fyrir að láta heyra vel í sér og fékk hann fyrir vikið eins leiks bann.

Seinni leikur morgunsins var síðan gegn ÍR og þar sigraði Akureyri sannfærandi með fjórum mörkum. Hafþór Einarsson átti magnaðan leik í markinu og sýndi að hann er að komast í sitt besta form. Rúnar tók út leikbannið í þessum leik en í heildina séð var spilamennska liðsins með ágætum í báðum leikjunum.

Þessi frammistaða þýðir að Akureyri leikur um 3. sætið í mótinu og andstæðingar liðsins í þeim leik verða Stjarnan undir stjórn Patreks Jóhannessonar. Leikurinn hefst klukkan 16:30 í dag í Austurbergi. Það verða svo HK og Fram sem leika úrslitaleikinn þar á eftir.
Fletta milli frétta Til baka    Senda á Facebook
Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson