Greifamótinu 2008 lauk formlega á laugardagskvöldið með grillveislu og verðlaunaafhendingu. Handboltakapparnir tóku hraustlega til matar síns enda búnir að taka vel á því yfir helgina.
Stefán yfirgrillari var einbeittur í hlutverki sínu
Þegar tryggt var að allir hefðu etið nægju sína var komið að afhendingu verðlauna fyrir mótið og tilkynnti veislustjórinn, Ingólfur Samúelsson niðurstöður dómnefndar en það voru þjálfarar liðanna sem völdu menn mótsins. Alex Björn Bülow gjaldkeri Akureyrar Handboltafélags afhenti verðlaunin.
Veglegir bikarar voru í boði og spenna í loftinu meðal viðstaddra
Hafþór Einarsson, Akureyri var valinn besti markvörður mótsins en hann kórónaði góða helgi með frábærri vörslu í lokaleik mótsins
Andri Snær Stefánsson, Akureyri var útnefndur besti varnarmaðurinn - algjör tiger sagði Andrés þjálfari ÍR
Jónatan Vignisson, ÍR var valinn besti sóknarmaðurinn en hann sýndi frábær tilþrif þótt kornungur sé
Fram liðið, sigurvegari mótsins hampaði bikarnum og fagnaði ákaft
Haraldur Þorvarðarson flutti hjartnæma ræðu, vel studdur af Halldóri Sigfússyni og þakkaði fyrir frábært mót og kvaðst hlakka til að koma og spila aftur í vetur
Ómar Þór Guðmundsson kom með úrklippumöppur Akureyrar Handboltafélags fyrir síðustu tvö tímabil og vöktu þær óskipta athygli
Ólafur Sigurgeirsson, Andri Snær, Stefán og Ómar kátir með velheppnaða helgi