Nokkrir bráðungir og upprennandi ljósmyndarar spreyttu sig á myndavélinni á laugardaginn og eru allar myndirnar sem hér fylgja frá þeim komnar.
Valdi og Jonni fylgjast spekingslegir með leik ÍR og Fram

Jesper og kærasta hans voru sátt með lífið og tilveruna

Oddur og Nikolaj íbyggnir að greina leikkerfi Fram

Gústaf gjörsamlega búinn að sjá í gegnum varnarleik Fram en Oddur klórar sér enn í höfðinu

Rúnar þjálfari byrjaði leikinn gegn Fram og sýndi strákunum hvernig á að spila vörnina, hér gaf hann tóninn með því að skutla sér á boltann með tilþrifum

Viggó, þjálfari Fram sýndi Gunna dómara að hann hefur engu gleymt í samskiptum við þá stétt, en róaðist þó fljótlega aftur

Guðmundur Hermannsson reynir að brjótast í gegnum vörn Akureyrar en situr fastur í klóm Hödda