Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri 28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri 22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan

Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U 35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR 34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan




    Fréttir                       Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar! 

Hafþór var í miklum ham og er hér að verja annað vítakastið gegn Fram







6. september 2008 - Akureyri handboltafélag skrifar

Greifamótið: Seinni umferð og nokkrar myndir

Í dag var leikin síðari umferð Greifamótsins þar sem liðin þrjú léku öll innbyrðis. Sú breyting var gerð frá upphaflegri áætlun að leikið var í 2 x 20 mínútur í stað 2 x 30 mínútna eins og upphaflega var gert ráð fyrir og fyrir vikið stóðust ekki þær tímasetningar sem gefnar voru út og biðjumst við velvirðingar á því. En snúum okkur að leikjum dagsins.

Akureyri - ÍR
Maður átti von á því að leikmenn Akureyrar myndu bíta hraustlega frá sér gegn ÍR-ingum eftir að hafa misst niður gjörunninn leik í gær. En það voru ungu strákarnir í ÍR sem sýndu að þeir kunna ýmislegt fyrir sér, markvörður þeirra átti stórleik og varði hvað eftir annað úr dauðafærum þannig að ÍR leiddi í hálfleik 9-11.

Leikmenn Akureyrar komu ákveðnir til síðari hálfleiks og skoruðu fyrstu fimm mörk hálfleiksins og breyttu stöðunni í 14-11 sér í vil. ÍR-ingar komu til baka og jöfnuðu í 14-14 og eftir það var jafnt á öllum tölum en Akureyri marði loks eins marks sigur 17-16.

Mörk Akureyrar: Jónatan 6 (4 úr vítum), Andri Snær og Nikolaj 3 mörk hvor, Oddur 2, Árni, Höddi og Hreinn Hauksson 1 mark hver.
Jesper stóð í markinu fyrri hálfleikinn og varði 4 skot en Hafþór átti síðari hálfleik og varði 8 skot.


Nikolaj var heppinn að meiðast ekki illa eftir harkalegt brot ÍR-inga

Í liði ÍR var Lárus markvörður þeirra yfirburðamaður með 13 skot varin og Ólafur Sigurgeirsson atkvæðamestur útileikmanna með 4 mörk.

ÍR - Fram
ÍR ingar héldu baráttunni áfram gegn Fram í næsta leik en þar var jafnt á flestöllum tölum upp í 16-16 en þá þurfti ólafur Sigurgeirsson sem var þeirra langbesti maður að fara út af vegna öklameiðsla. Í kjölfarið náðu Framarar yfirhöndinni enda ÍR ingar farnir að þreytast og endaði leikurinn með átta marka sigri Fram, 28-20.

Stefán Stefánsson og Andri Berg voru atkvæðamestir Framara með 7 og 6 mörk skoruð en í liði ÍR var Ólafur markhæstur með 4 mörk en einnig er rétt að benda á hinn bráðefnilega Jónatan Vignisson sem átti fína spretti í öllum leikjum liðsins.


Jónatan Vignisson efldist með hverjum leik ÍR liðsins

Akureyri - Fram
Í lokaleik mótsins mættust Akureyri og Fram og greinilegt að leikmenn Akureyrar mættu gríðarlega einbeittir til leiks og ætluðu að sýna hvers þeir eru megnugir. Er þar skemmst frá að segja að Fram átti engin svör við stórleik Akureyrarliðsins sem náði sjö marka forystu 9-2. En staðan í hálfleik var 11-5 Akureyri í vil.

Hafþór Einarsson gjörsamlega lokaði markinu á löngum köflum og varði meðal annars tvö vítaköst. Yfirburðir Akureyrar héldu áfram í síðari hálfleik og undir lok leiksins var staðan 20-13 en Fram náði að klóra í bakkann á lokamínútunum og minnka muninn niður í 20-16 sem urðu lokatölur leiksins.

Það var frábært að fylgjast með liðinu í þessum leik og ef sami kraftur verður í liðinu áfram þurfa menn engu að kvíða með framhaldið.

Hafþór var eins og áður segir stórkostlegur í markinu með 19 skot varin. Mörkin dreifðust sem hér segir: Andri Snær, Höddi og Jónatan 4 mörk hver, Heiðar Þór og Oddur 3 mörk hvor, Þorvaldur og Árni Sigtryggsson 1 hvor.

Í liði Fram var Rúnar Kárason langatkvæðamestur með 7 mörk (3 úr vítum).

Lokastaðan í mótinu
Fram er sigurvegari mótsins með 6 stig, Akureyri í öðru sæti með 5 stig og ÍR í þriðja sæti með 1 stig.
Fletta milli frétta Til baka    Senda á Facebook
Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson