Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri 28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri 22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan

Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U 35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR 34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan




    Fréttir                       Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar! 

Hugsum bara um okkur sjálfa og setjum stefnuna á sæti í úrslitakeppninni í vor!



11. september 2008 - Akureyri handboltafélag skrifar

Viðtal við Árna á sport.is - Spennandi tímabil framundan

Sport.is birti í dag áhugavert viðtal við Árna Sigtryggsson, sem þeir réttilega kynna sem eina bestu örvhentu skyttu landsins. Í viðtalinu er meðal annars fjallað um ástæður þess að Árni ákvað að koma heim frá Spáni og leika með Akureyri. Viðtalið fer hér á eftir.

Hvers vegna ákvaðstu að koma heim?
"Ég spilaði með Granollers á Spáni á síðasta ári og átti erfiðan vetur handboltalega séð. Þjálfarinn sem fékk mig til liðsins og hafði hugsað mig sem framtíðarmann var rekinn í desember. Aðstoðarþjálfarinn tók þá við og ég fékk engin tækifæri hjá honum. Ég hafði því lítinn áhuga á að halda áfram undir hans stjórn og við komumst að niðurstöðu um riftun samningsins. Ég hafði tök á því að halda áfram að spila erlendis en mér fannst að það besta í stöðunni fyrir mig væri að koma heim eftir alla þessa bekkjarsetu til að koma mér aftur í leikform. Ég ætla mér einnig að klára námið áður en ég fer út aftur."

Hvernig finnst þér spænska deildin?
"Hún er gríðarlega sterk. Ég held að topp 6-8 liðin á Spáni og í Þýskalandi séu svipað sterk eins og sést hefur í Evrópukeppnunum undanfarin ár. Áhuginn fyrir handbolta á Spáni er samt lítill miðað við í Þýskalandi og maður spilaði ekki oft fyrir fullum höllum síðasta vetur."

En hvers vegna ákvaðstu að ganga til liðs við Akureyri frekar en t.d Hauka þar sem þú lékst áður en þú hélst til Spánar?
"Ég vil nú ekki gefa upp hvaða önnur lið voru á eftir mér, menn mega slúðra um það, en það voru vissulega aðrir kostir í stöðunni. Ég valdi Akureyri af því að þar er ég uppalinn og þetta verkefni er mikil áskorun fyrir mig. Akureyri er með góðan þjálfara og ég mun spila lykilhlutverk í vörn og sókn 60 mínútur í leik, sem mér finnst mjög mikilvægt á þessum tímapunkti. Að mínu mati er liðið líka vel mannað bæði varnar- og sóknarlega, t.d. erum við með einn besta leikstjórnanda landsins. Svo skemmir það ekki fyrir að fá loksins að spila með stóra bróður."

Hvernig leggst svo N1 deildin í þig á þessum tímapunkti?
"Mjög vel. Ég veit að spekingarnir búast ekki við miklu af okkur en við vitum hvað við getum."

Er stefnan hjá þér að fara aftur út?
"Já að sjálfsögðu. Eins og ég sagði áðan þá finnst mér skynsamlegast að koma heim eins og staðan er í dag, en ég stefni á að fara út aftur eftir 1-2 ár ef að spennandi lið verður í boði."

Hvaða lið sérðu fyrir þér í toppbaráttunni og eins hvaða lið verða í ströggli?
"Ég held að deildin verði jöfn og skemmtileg. Ég vil ekki vera að spá einhverjum sérstökum liðum velgengni eða óförum en það munu klárlega einhver lið koma á óvart og einhver lið munu valda vonbrigðum, eins og alltaf. Við hugsum bara um okkur sjálfa og setjum stefnuna á sæti í úrslitakeppninni í vor."

Viðtalið við Árna er tekið af sport.is.
Fletta milli frétta Til baka    Senda á Facebook
Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson