Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri 28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri 22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan

Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U 35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR 34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan




    Fréttir                       Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar! 

Það verður stemming og fjör í handboltanum í vetur

12. september 2008 - Akureyri handboltafélag skrifar

Kynningarfundur - stuðningsmannaklúbbur

Það styttist í fyrsta heimaleik Akureyrar Handboltafélags en slagurinn hefst á nýja fína gólfinu í Íþróttahöllinni fimmtudaginn 18. september þegar harðsnúið lið FH kemur í heimsókn.

Eins og undanfarin ár stendur liðið fyrir kynningarfundi þar sem leikmannahópurinn verður kynntur, skrifað undir samninga við styrktaraðila o.fl. Fundurinn verður á Greifanum og hefst klukkan 20:00 mánudagskvöldið 15. september. Á fundinum verða í boði léttar veitingar og hvetjum við alla áhugamenn um handbolta til að mæta og taka með sér vini og vandamenn.

Jafnframt kynnum við nýjan stuðningsmannaklúbb liðsins sem er liður í því að byggja upp enn frekari stemmingu í kringum boltann. Þeir sem ganga í klúbbinn fá sérstakt númerað skírteini sem gildir að sjálfsögðu sem aðgöngumiði á alla heimaleiki liðsins í N1 deildinni. Klúbbmeðlimir fá sérstaka aðstöðu fyrir og eftir leiki þar sem veitingar verða í boði, þjálfarar og leikmenn koma beint eftir leik til að ræða um leikinn og annað eftir því sem stemmingin kallar á.

Félagsskírteinin gilda sem happdrættismiðar og alltaf af og til verða dregnir út góðir vinningar.

Árgjald klúbbsins er kr. 15.000.- og er hægt að dreifa greiðslum.

Leikmenn Akureyrarliðsins vinna þessa dagana að því að safna félögum í klúbbinn og er hægt að setja sig í samband við einhvern þeirra, einnig verður tekið við skráningum á kynningarfundinum á mánudagskvöldið.

Það er frábær stemming í leikmannahópnum og allir staðráðnir í því að skemmta bæjarbúum í vetur. Svo við vitnum í þjálfara liðsins, Rúnar Sigtryggsson: "Áhorfendur sem massi eru mjög mikill áhrifavaldur á hvern handboltaleik. Handbolti með áhorfendum er önnur og miklu meiri skemmtun heldur en handbolti án áhorfenda. Það þarf ekki að tala handboltann á Íslandi upp í innantómum umbúðum, við þolum samanburð við allar þjóðir í heiminum. Handbolti með fullu húsi af áhorfendum á að vera sýning sem engin vill missa af."

Gleðilega handboltavertíð!
Fletta milli frétta Til baka    Senda á Facebook
Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson